Oreo-ostakaka

tilefni ess a dag er nammidagur tla g a setja hr inn eina ga uppskrift fyrir ykkur sem nenni a skella ga ostakku fyrir kvldi ea

Frttir

Oreo-ostakaka
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 788 - Athugasemdir (0)

Í tilefni þess að í dag er nammidagur ætla ég að setja hér inn eina góða uppskrift fyrir ykkur sem nennið að skella í góða ostaköku fyrir kvöldið eða jafnvel morgundaginn. Já eða bæði bara.

Ég smakkaði þessa köku í afmælinu hjá Sylvíu frænku um daginn og hef eiginlega ekki hætt að hugsa um hana síðan. Ég heyrði svo af konum sem bökuðu hana handa sjálfum sér á Konudaginn og leyfðu engum öðrum að njóta með, eða það segir sagan. Þannig að passið bara að búa til nóg handa öllum.



Sylvía afmælisbarn 12. febrúar sl.
- en eins og þið sjáið þá er kakan bara of góð til að nást á mynd!

Ég var búin að ákveða að skella inn þessum pistli núna í dag og hvað haldið þið að ég hafi séð á 50% afslætti í Kaskó núna áðan? Nú, ekkert annað Oreo-kex auðvitað!

Þannig að þetta bara segir sig sjálft Húsvíkingar og hér kemur uppskriftin:

OREO-OSTAKAKA

1 pakki Royal-vanillubúðingur
1 bolli mjólk
1 tsk. vanilludropar
1 peli rjómi
200 g rjómaostur
1 bolli flórsykur
24 Oreo-kexkökur

Hrærið saman Royal-vanillubúðingnum, mjólkinni og vanilludropunum. Setjið í ísskáp í um það bil fimm mínútur. Hrærið saman flórsykur og rjómaost. Þeytið rjómann og blandið svo bæði flórsykursblöndunni og búðingnum saman við svo úr verði ljóst mauk. Myljið svo Oreo-kexkökurnar í fínt duft, til dæmis í blandara. Skiptist svo á að setja í form kexduftið og ljósa maukið. Endið á kökumylsnu. Setjið ostakökuna í frysti og takið út um það bil einum og hálfum tíma áður en hún er borin fram.


Verði ykkur að góðu og njótið helgarinnar!



Engar umrur fundust fyrir essa frtt.

Skrifa athugasemd




captcha

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744