Oreo-ostakaka

tilefni ess a dag er nammidagur tla g a setja hr inn eina ga uppskrift fyrir ykkur sem nenni a skella ga ostakku fyrir kvldi ea

Oreo-ostakaka
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 788 - Athugasemdir (0)

Í tilefni þess að í dag er nammidagur ætla ég að setja hér inn eina góða uppskrift fyrir ykkur sem nennið að skella í góða ostaköku fyrir kvöldið eða jafnvel morgundaginn. Já eða bæði bara.

Ég smakkaði þessa köku í afmælinu hjá Sylvíu frænku um daginn og hef eiginlega ekki hætt að hugsa um hana síðan. Ég heyrði svo af konum sem bökuðu hana handa sjálfum sér á Konudaginn og leyfðu engum öðrum að njóta með, eða það segir sagan. Þannig að passið bara að búa til nóg handa öllum.



Sylvía afmælisbarn 12. febrúar sl.
- en eins og þið sjáið þá er kakan bara of góð til að nást á mynd!

Ég var búin að ákveða að skella inn þessum pistli núna í dag og hvað haldið þið að ég hafi séð á 50% afslætti í Kaskó núna áðan? Nú, ekkert annað Oreo-kex auðvitað!

Þannig að þetta bara segir sig sjálft Húsvíkingar og hér kemur uppskriftin:

OREO-OSTAKAKA

1 pakki Royal-vanillubúðingur
1 bolli mjólk
1 tsk. vanilludropar
1 peli rjómi
200 g rjómaostur
1 bolli flórsykur
24 Oreo-kexkökur

Hrærið saman Royal-vanillubúðingnum, mjólkinni og vanilludropunum. Setjið í ísskáp í um það bil fimm mínútur. Hrærið saman flórsykur og rjómaost. Þeytið rjómann og blandið svo bæði flórsykursblöndunni og búðingnum saman við svo úr verði ljóst mauk. Myljið svo Oreo-kexkökurnar í fínt duft, til dæmis í blandara. Skiptist svo á að setja í form kexduftið og ljósa maukið. Endið á kökumylsnu. Setjið ostakökuna í frysti og takið út um það bil einum og hálfum tíma áður en hún er borin fram.


Verði ykkur að góðu og njótið helgarinnar!



  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744