Bragmikil kjklingaspa me eplum, karr og kkosmjlk

Eins og margir vita vinn g ferajnustugeiranum og hef gert fjldamrg r. Greyi tlendingarnir vita stundum ekki hverju eir eiga von egar

Bragmikil kjklingaspa me eplum, karr og kkosmjlk
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 1146 - Athugasemdir (0)

Eins og margir vita þá vinn ég í ferðaþjónustugeiranum og hef gert í fjöldamörg ár. Greyið útlendingarnir vita stundum ekki á hverju þeir eiga von þegar þeir í sakleysi sínu spyrja mig um bestu leiðina upp í Mývatnssveit og fá þá klukkutíma langa lofræðu um Jarðböðin, Kröflu, Hveraröndina, Dimmuborgir, Skútustaðagíga, fuglasafnið og allt, allt hitt sem ég segi að þeir bara megi alls ekki missa af í þessari dásemdar paradís! Já, mér finnst Mývatnssveitin algjör gullmoli og það eru forréttindi að búa svona nálægt öllum þessum perlum sem við eigum í kringum okkur

Við systur og vinkonur reynum að fara reglulega upp í Mývatnssveit á sumrin; sóla okkur í Jarðböðunum, fá okkur bestu samlokuna með reyktum silungi og grænmeti í Dimmuborgum og bara almennt njóta lífsins og samverunnar í allri þessari fegurð.  Já, já ég er hástemmd en þetta er bara allt saman satt og ég bið og vona að þið Húsvíkingar, nær sem fjær, nýtið ykkur Mývatnssveitina og allar hinar náttúruperlurnar sem eru hér allt í kringum okkur.  Ég læt fylgja hér með nokkrar myndir teknar uppi í Mývatnssveit á síðastliðnum árum.

 





Uppskriftin að þessu sinni kemur þó Mývatnssveit ekkert við og er stolin frá uppáhalds íslenska matarbloggaranum mínum, henni Evu Laufeyju, og er að rosalega girnilegri kjúklingasúpu sem ég get ekki beðið eftir að prófa.  

Bragðmikil kjúklingasúpa með eplum, karrí og kókosmjólk. 

Fyrir 4 - 5.

 

 2 msk olía

 2 – 2,5 l vatn          

1 laukur, smátt saxaður

2 hvítlauksrif, smátt söxuð

1 msk ferskt engifer, rifið niður með rifjárni

1 grænt epli, skorið í litla bita

3 – 4 gulrætur, smátt skornar
6 - 7 stilkar mini-maís, skornir í grófa bita

2 – 3 kjúklingabringur

3 – 4 tsk karrí

4 msk rjómaostur

1 tsk kjúklingakrydd

2 kjúklingateningar

1 dós kókosmjólk

3 tsk tómatpúrra

Salt og pipar, magn eftir smekk

 

Hitið olíu í potti við vægan hita, steikið laukinn og hvítlaukinn í smá stund. Bætið næst gulrótum, eplabitum og engifer saman við. Kryddið til með salti, pipar og karrí. Hellið vatni saman við og bætið tómatpúrru og kjúklingateningum út í, suðan látin koma upp og súpan látin malla í 10 mínútur. Hitið olíu á pönnu við vægan hita og skerið kjúklingabringurnar í litla bita, steikið kjúklinginn í örfáar mínútur og kryddið til með kjúklingakryddi og ef til vill smá karrí. Bætið kjúklingabitum, kókosmjólk og rjómaosti saman út í súpuna og leyfið henni að ná suðu, leyfið henni að malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Persónulega, segir Eva Laufey, finnst henni best að leyfa súpunni að malla við vægan hita í svolítinn tíma en þó í lágmark 30 mínútur.  Smakkið ykkur til með salti, pipar og karrí.

 

Gott er að bera súpuna fram með sýrðum rjóma og ef til vill söxuðu klettasalati eða kóríander.


Verði ykkur að góðu!

 





  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744