Afmlisveisla Stellubellu

Einkagudttir mn var fimm ra hr byrjun sumars og v tilefni var a sjlfsgu blsi til heljarinnar veislu. Mamma hennar tk etta mjg

Afmlisveisla Stellubellu
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 1438 - Athugasemdir (0)

Bakarameistari a strfum 2008
Bakarameistari a strfum 2008
Einkaguðdóttir mín varð fimm ára hér í byrjun sumars og í því tilefni var að sjálfsögðu blásið til heljarinnar veislu. Mamma hennar tók þetta mjög alvarlega og varð þetta því eiginlega líkara fermingarveislu en fimm ára afmæli – en ekki kvörtuðum við gestirnir neitt undan því, óseiseinei.

Í boði voru allskyns kræsingar fyrir gesti á öllum aldri og held ég að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég get nú ekki birt allar uppskriftirnar hér núna, því eins og ég sagði þá var þetta á við ágætis fermingarveislu, en það er aldrei að vita nema ég laumi einhverjum þeirra hér inn síðar því þið eigið skilið að fá að prófa þær.





Gellan orðin 5 ára

Í vetur sáum við systur þetta rosalega girnilega pastasalat í Gestgjafanum og urðum auðvitað að prófa það þá en þetta er einmitt alveg fullkomið í svona veislur og klúbba, já og eiginlega bara hvenær sem er. 

Uppskriftina er að finna í 13. tbl Gestgjafans 2009 á bls 15.

Tortellini-pasta með túnfiski eða nafli Venusar
fyrir 6-8

2 pakkar ferskt tortellini, soðið í 5 mín (ég hef nú alveg notað eitthvað ódýrt úr Bónus - samt gott)
2-3 paprikur, skornar í bita
1 box konfekttómatar frá Hveravöllum, skornir í helminga
Jöklasalat og klettasalat
1 rauðlaukur, sneiddur
1/2 agúrka, skorin í bita
1 dolla fetaostur og olían með
2 dósir túnfiskur í olíu
sveppir, steiktir í smjöri með smá hvítlaukssalti
50 g furuhnetur
salt og pipar




Blandið öllu saman, hellið svolitlu af olíunni með fetaostinum.
Setjið í fallega skál og berið fram.


Eins og þið sjáið þá er mjög margt að finna í þessari uppskrift og það er ekkert hundrað í hættunni þó einhverju af þessu sé sleppt og því getur hver og einn lagað þetta að sínum smekk. Það er þó að sjálfsögðu harðbannað að sleppa túnfisknum, já og eiginlega líka tómötunum og rauðlauknum! En ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift því hún er alveg geggjuð og svo skemmir auðvitað ekki fyrir að hafa gott brauð og jafnvel smá rauðvínsdreitil með. Við slepptum þó þessu síðastnefnda í þetta skiptið.

Í mínu lífi er nauðsynlegt að hafa að minnsta kosti eina ostaköku í hverri veislu og í þetta skiptið var einmitt uppskrift úr sama Gestgjafablaði, mjög hentugt, og er hana að finna á bls 41.

Frosin Rolo-ostaterta
fyrir 10

130 g makrónukökur
100 g smjör, brætt

300 g rjómaostur
130 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
5 dl rjómi, þeyttur

150 g sýrður rjómi
3 pakkar Rolo

Setjið smjörpappír á botninn á 24-26 cm smelluformi. Myljið makrónukökurnar gróft í skál. Blandið smjöri saman við og setjið makrónublönduna á botninn á forminu, breiðið úr henni en þjappið ekki. Hrærið rjómaost, flórsykur og vanilludropa saman. Blandið þeyttum rjóma saman við og hellið blöndunni ofan á makrónublönduna, sléttið vel.

Bræðið sýrðan rjóma og Rolo varlega saman í vatnsbaði, kælið aðeins og breiðið yfir ostablönduna. Frystið. Berið kökuna fram hálffrosna.

Þessi kaka er eiginlega of góð, það er nú bara þannig - þannig að endilega drífið ykkur í að gera hana áður en allir fara að byrja í leikfimi og aðhaldi eftir sumarið - og njótið!

Líklega er einnig nauðsynlegt fyrir suma að hafa marengstertur í hverri veislu og hér kemur ein alveg rosaleg, segja þeir, en ótrúlegt en satt þá finnst mér marengs bara alls ekki góður. Ég er samt viss um að það er fullt af fólki sem er alveg til í að prófa þessa.

Þessi uppskrift er úr 8 ára gömlum Gestgjafa (segið svo að það séu ekki góð kaup í þessum blöðum) eða úr 10. tbl 2002 og hún er á bls 12.

Skóbótin hans pabba (hennar Ragnheiðar Guðfinnu)

Botn:
4 eggjahvítur
4 dl púðursykur
(Anna Heba setur líka slatta af Rice Krispies út í botninn)

Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til það er orðið létt og loftkennt. Setjið í tvö smurð form og bakið í 40-45 mín við 95-120°C.

Kókosbollukrem:
5 dl rjómi
3 kókosbollur (Anna Heba setur 4)
1 banani

Þeytið rjómann. Takið helminginn frá og geymið. Skerið bananann og kókosbollurnar í litla bita og hrærið saman við rjómann. Setjið rjómann á annan  botninn og leggið hinn botninn varlega ofan á. Skreytið með afganginum af þeytta rjómanum og súkkulaðirúsðinum. Einnig má skreyta með ávöxtum eða súkkulaðispónum.



Skóbótin hans pabba

Einnig bauð systir mín auðvitað upp á almennilega afmælistertu sem var 5 ára prinsessu vel sæmandi sem og vefjur, harðsoðin egg með túnfiskssalati, ostabakka og margt, margt fleira. Ekki má ég nú heldur gleyma marsipantertunni hennar mömmu en hún er svo góð að hún gæti unnið til verðlauna, þannig að ég tími ekki deila þeirri uppskrift með ykkur strax. Ég verð samt að leyfa einni mynd af henni að fljóta með þar sem það var faðir afmælisbarnsins sem skreytti hana svona meistaralega vel - stundum er bara minna meira!



Meistarastykki

Ég er ekki búin að standa mig alveg jafn vel og ég hafði ætlað mér í pistlaskrifunum í sumar. Það þýðir þó alls ekki að ég sé ekki búin að vera standa mig í matargerð og áti og öllu sem því viðkemur - að sjálfsögðu er ég búin að fórna mér oftar en einu sinni og tvisvar í þágu óskrifaðra pistla þannig að þið getið farið að hlakka til að lesa á komandi mánuðum.

Einu verð ég samt að deila með ykkur strax og það er Fish&Chips niðri á bryggju hjá Skara frænda og þeim. Þvílík og önnur eins snilld hjá þeim, svo gott að ég er með þetta á heilanum, sem er ekki gott! Ég mæli með að þið farið öll og fáið ykkur fisk og franskar hjá þeim því ég held að ég geti lofað að þið munið ekki sjá eftir því.  Svo er þetta bara svo frábær hugmynd hjá þeim og langar mig að óska þeim innilega til hamingju með þetta og þakka þeim fyrir þessa kærkomnu viðbót í matarflóru Húsvíkinga.

Hafið það gott í rigningunni; fáið ykkur gott að borða og hafið það huggulegt!

Olga Hrund








  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744