Doritoskj˙lli a­ hŠtti ┴slaugar

Ůß hefur uppskriftarhorninu Gott Ý gogginn borist uppskrift frß ┴slaugu Gu­mundsdˇttur en eins og sumir muna sendi Unnur Mj÷ll Hafli­adˇttir henni kefli­

Doritoskj˙lli a­ hŠtti ┴slaugar
S÷tra­ & snŠtt Ý sŠlunni - Haf■ˇr Hrei­arsson - Lestrar 1434 - Athugasemdir (0)

┴slaug hress a­ vanda.
┴slaug hress a­ vanda.

Þá hefur uppskriftarhorninu Gott í gogginn borist uppskrift frá Áslaugu Guðmundsdóttur en eins og sumir muna sendi Unnur Mjöll Hafliðadóttir henni keflið og skoraði á hana að koma með næstu uppskrift.

Gefum Áslaugu orðið:

 

Takk takk Unnur Mjöll!

Ég ákvað að hafa það frekar auðvelt að þessu sinni en engu að síður mjög gott, þetta hefur oft verið eldað á Stórhólnum þegar gesti ber að garði og alltaf vakið jafn mikla lukku, það segir okkur bara að hlutirnir þurfa ekki alltaf að vera flóknir.

 

 

 

 

Doritos-kjúlli

Það sem þarf:
3 kjúklingabringur
1 poki doritos snakk (appelsínugulur)
1 krukka Dippas salsasósa (með grænu loki)
1 krukka Dippas ostasósa
1 poki gratín ostur, rifinn.

Meðlæti:
1 brúsi sýrður rjómi
1 krukka Guacamole dip
Salat

 

Aðferð:

Skera bringurnar í litla bita eða strimla, steikja á pönnu og krydda lítillega með Season-all.
Mylja snakkið smátt í botninn á eldföstumóti, hella ostasósunni yfir snakkið og dreifa vel úr, því næst hella salsasósunni yfir og dreifa henni yfir allt.  Kjúklingnum raðað yfir snakkið og sósurnar og að lokum osturinn settur yfir allt saman.  Þessu er svo skellt inn í 200 gráðu heitan ofn og látið krauma í ca.20 mínútur.

Þetta skal svo borið fram með sýrðum rjóma, Guacamole og salati.

Sveiflaði keflinu í marga hringi og svo var því kastað og það lenti fyrir tilviljun í Prestholti hjá henni Kristjönu Maríu vinkonu minni, í von um að hún hristi eitthvað fram úr erminni eins og vanalega. (ekki láta Simma hafa áhrif á þig).

Kveðja Áslaug Guðmundsd.

 


  • Herna

640.is á |áá ┴byrg­arma­ur Haf■ˇr Hrei­arsson á | áávefstjori@640.isáá | á SÝmi: 895-6744