Gjrsamlega gudmlegar tartalettur

Uppskrift vikunnar er svo einfld en samt svo missandi egar maur er binn a uppgtva hana og v vil g endilega deila henni me ykkur. g og mnir

Gjrsamlega gudmlegar tartalettur
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 2461 - Athugasemdir (2)

Uppskrift vikunnar er svo einföld en samt svo ómissandi þegar maður er búinn að uppgötva hana og því vil ég endilega deila henni með ykkur. Ég og mínir erum allavegana búin að vera með ostafylltar tartalettur á heilanum síðustu tvær vikur.

Mér finnst þetta líka frábær uppskrift einmitt akkúrat núna fyrir jólin þar sem margir eiga annríkt en gefa sér samt sem betur fer tíma til að hitta vini og kunningja. Þá er nefnilega alveg fullkomið að skella í tartalettur til að bjóða gestum og gangandi upp á eða taka með sér í hitting - og þessar eru bara alveg einstaklega góðar.

Ég er nýlega byrjuð að lesa blogg hjá stelpu á Akranesi sem bloggar mestmegnis um mat og er þessari uppskrift stolið þaðan. Þetta er ágætlega stór uppskrift hjá henni Evu Laufeyju bloggvinkonu minni og ég hef minnkað hana um ca helming í þessi skipti sem ég hef gert hana og verið með 10 vel fullar tartalettur - en ég birti hana eins og Eva Laufey setur hana fram. Svo er líka bara um að gera að prófa sig áfram með fyllinguna og breyta hráefninu eftir smekk. Ég er t.d. viss um að það sé mjög gott að setja villisveppaostinn í staðinn fyrir kannski hvítlauksostinn - ég á eftir að prófa mig áfram með hann. En hér kemur uppskriftin:

 OSTAFYLLTAR TARTALETTUR

Tartalettur (auðvitað) - magn að eigin vali en amk 20 stykki miðað við þessa uppskrift myndi ég segja

1 Hvítlauksostur

1 Piparostur

1 Camenbert (eða einhver mygluostur - ég hef líka notað Dalahring t.d.)

1/2 Líter matreiðslurjómi

Osturinn er skorinn smátt, settur í pott saman með rjómanum. Látið malla við vægan hita í nokkrar mínútur, þar til osturinn er alveg bráðnaður. Gott að hræra rólega í á meðan. 

1 Rauð paprika

1 Græn paprika

1 Askja af sveppum

Grænmetið steikt í smá stund upp úr olíu á pönnu og síðan bætt saman við ostablönduna þegar að hún er tilbúin. 

Svo er bara að fylla tartaletturnar og inn í ofn í 15. mínútur við 180°C.

Eitt er algjörlega ómissandi með þessum dásemdum og það er gott rifsberjahlaup eða einhver góð berjasulta og svo er örugglega mjög ljúft að renna þessu niður með flauelsmjúku rauðvíni.

Ég vona að þið munið prófa þessa uppskrift við fyrsta tækifæri og ég held að ég geti lofað ykkur að þið verðið ekki svikin - að minnsta kosti ekki ef þið elskið ost eins mikið og ein vinkona mín.

Verði ykkur að góðu og njótið aðventunnar!


Ps. ég get svo sannarlega mælt með appelsínuchilihumrinum í síðasta pistli - hann var guðdómlega góður!

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744