J˙rˇvisionkj˙klingur

╔g tek galv÷sk me­ vinstriá vi­ matarkeflinu frß Ůřskalandi.áŮetta er eurovisionkj˙klingur sem er Štta­ur frß Gunnari mßgi okkar Ingu.á╔g elda­i hann um

J˙rˇvisionkj˙klingur
S÷tra­ & snŠtt Ý sŠlunni - Haf■ˇr Hrei­arsson - Lestrar 1394 - Athugasemdir (0)

Ég tek galvösk með vinstri  við matarkeflinu frá Þýskalandi. Þetta er eurovisionkjúklingur sem er ættaður frá Gunnari mági okkar Ingu. Ég eldaði hann um daginn þegar eurovisionklúbburinn minn hittist og horfði á úrslitakvöldið í sænska melodifestivalen. Það þarf góðan mat með góðu sjónvarpsefni...

 

 

 

 Innihald :  3 kjúklingabringur – skornar í litla bita

1 krukka salsasósa

¾ krukka tikka masala sósa (öll krukkan fyrir þá sem vilja sterkan mat)

½ dós maískorn

 1 bakki íslenskir sveppir

1 laukur

1 íslensk rauð paprika

1 íslensk gul paprika

 6-8 tortillakökur

1 poki gratínostur

 

 

Fyrst er kjúklingurinn steiktur á pönnu,  kryddaður með salti og pipar og svo tekinn af pönnunni.  Grænmetið steikt og kryddað með örlitlu hvítlauksdufti (má sleppa).  Sósunum blandað saman við og látið malla smástund.  Síðan er kjúklingnum bætt við og blandað vel saman.

Botnfylli af gumsinu er sett í eldfast mót og  4-5 matskeiðar af gumsinu er sett innan í hverja tortillaköku sem er  vafið saman og lögð í mótið.  Gott er að smyrja gumsinu líka á milli kakanna í mótinu og restinni  svo hellt yfir.  Bakað í ofni við 180 gráður, fyrst í 10 mínútur og þá er osturinn settur ofan á og bakað í 15-20 mínútur í viðbót.

Með þessu er gott að hafa basmati hrísgrjón og salat sem inniheldur jöklasalat, gúrku, kokteiltómata og papriku frá Hveravöllum, ætiþistla,döðlur, graskersfræ, sólbómafræ, furuhnetur og fetaost.

Verði ykkur að góðu....

Að lokum vil ég sveifla matarkeflinu yfir til mikillar tilraunakonu í eldhúsinu, Áslaugar Guðmundsdóttur og treysti henni til að koma með eitthvað gómsætt.

Með bestu kveðju, Unnur Mjöll.

 


  • Herna

640.is á |áá ┴byrg­arma­ur Haf■ˇr Hrei­arsson á | áávefstjori@640.isáá | á SÝmi: 895-6744