Bröns í Köben

Tíminn líđur ekkert hćgar áriđ 2013, ţađ er alveg greinilegt, og ég er ekkert ađ standa mig betur í pistlaskrifunum frekar en fyrri daginn. Hér kemur samt

Bröns í Köben
Sötrađ & snćtt í sćlunni - Olga Hrund - Lestrar 1085 - Athugasemdir (0)

nammi namm!
nammi namm!

Tíminn líður ekkert hægar árið 2013 og ekki er ég að standa mig betur í pistlaskrifunum frekar en fyrri daginn. Hér kemur samt loksins pistill sem ég get þó ekki státað af að hafa skrifað sjálf heldur sendi elsku bróðurdóttirin mín mér hann löngu fyrir jól til að birta hann hér – þannig að það er kannski kominn tími til að ég smelli honum hér inn. Ég er svo heppin að hún ákvað að nema leiklist í kóngsins Köben og finnst okkur systrum ekki slæmt að þurfa að heimsækja hana þangað reglulega. Kaupmannahöfn er nefnilega algjört æði og mæli ég svo sannarlega með heimsókn þangað.

Ég gef Höllu Marín Hafþórsdóttur orðið:

“Ég bý í Kaupmannahöfn þar sem ég stunda nám í leiklist. Hér hef ég verið síðan í ágúst og kann óskaplega vel við mig. Það er þó einhvern veginn alltaf þannig þegar maður býr fjarri fjölskyldu og vinum að maður leitar eftir einhverju til að fylla skarðið. Við erum 8 Íslendingar í mínum bekk, 14 í öllum skólanum, og styðjum við þétt við bakið á hvert öðru, enda er námið okkar bæði andlega og líkamlega krefjandi. Við í bekknum eigum það sameiginlegt að eiga litla sem enga fjölskyldu hér úti og því erum við orðin hálfgerð fjölskylda sjálf. Og sunnudagar hjá okkur eru fjölskyldudagar. Þá hittumst við í bröns og allir koma með eitthvað á hlaðborðið. Úr verður heljarinnar veisla og oftar en ekki eyðum við hálfum deginum í að borða kræsingarnar og ræða heimsmálin. Af einhverjum ástæðum snýst umræðan þó alltaf á endanum um skólann, enda nóg um að vera þar og gott að fara yfir liðna viku og komandi átök.

Það kom smá kuldakast í lok október og þar sem grasker voru á hverju strái ákvað ég að gera graskerssúpu til ylja okkur. Ég blandaði saman tveimur uppskriftum sem ég fann á netinu og bætti út í einhverju sem ég átti í skápnum og úr varð þessi dýrindissúpa sem ég ætla að segja ykkur frá.

 kuldi

Halla Marín og sambýlingarnir hennar; Katrín og Sif

Graskers- og gulrótarsúpa
1 stórt Butternut Squash (sem á íslensku heitir víst því stórkostlega nafni Barbapabba grasker)
2 stórar gulrætur

2 skalottlaukar

6 bollar grænmetissoð
½ bolli matreiðslurjómi

2 hvítlauksgeirar

1 tsk múskat
4 lárviðarlauf

salt og pipar

sólblómaolía

Ég sker graskerið í litla bita, steiki létt á pönnu upp úr sólblómaolíu og krydda með salti og pipar. Í potti byrja ég á því að steikja rifnar gulræturnar, skalottlaukinn, hvítlaukinn og bæti síðan við grænmetissoðinu og næ upp suðu. Svo bæti ég bara öllu hinu við smám saman. Þegar súpan er farin að lykta yndislega þá kemur að uppáhaldseldhústækinu mínu, töfrasprotanum!
Og voilá, súpan verður unaðslega gul á litinn og svo er gott að skreyta með graskersfræjum áður en maður ber hana fram.

Með súpunni eru speltbollurnar hennar Grímu bekkjarsystur mjög góðar. Þær eru reyndar það góðar að þær fara með öllu og eru orðnar órjúfanlegur partur af sunnudögum hér í Köben.

leiklistarnemar

Leiklistarnemar í kóngsins Köben

Bollurnar hennar Grímu
5 dl. spelt (líka hægt að nota 3 dl spelt og 2 dl heilhveiti)
2 dl. kókosmjöl

2 tsk. lyftiduft

1 1/2 tsk salt

3 tsk. sítrónusafi

1 1/2 dl. AB-mjólk/súrmjók

2 dl soðið vatn

Fræ/berjablanda eftir smekk t.d valhnetur, sólblómafræ og trönuber

 Þurrefnunum er blandað saman og svo allt hitt sett saman við. Best er að nota tvær matskeiðar til að mynda jafnstórar kúlur og skella á plötuna. Bakað við 200° í 20-25 mínútur. 
Trönuberin eru ómissandi.

Til að toppa góðan bröns er virkilega gott ad hafa eitthvað sætt og gott með kaffinu og hefur þessi hráfæðikaka oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið á boðstólnum hjá okkur. Uppskriftina á Solla snillingur og heimsmeistari í hráfæði
Það er svo ótrúlega einfalt að “baka” þessa köku.


Hráfæði “brownie” a’la Solla

2 dl valhnetur

2 dl pekanhnetur

1 dl kakóduft

½ dl lífrænn hrásykur eða kókspálmasykur

1 dl döðlur, smátt saxaðar

2 msk kaldpressuð kókosolía

1 tsk vanilluduft eða dropar

¼ tsk kanill

½ dl smátt saxaðar léttristaðar valhnetur

Það er í rauninni hægt að nota hvaða hnetur sem er, hvað sem mann lystir hverju sinni, oftast nota ég bara möndlur og valhnetur.
Ég byrja bara á því að saxa þær niður frekar smátt, það er auðvitað hægt að nota matvinnsluvél til þess en fátækir námsmenn eiga ekkert endilega svoleiðis lúxusvélar og auk þess finnst mér gott þegar hneturnar og möndlurnar eru ekki of smátt saxaðar. Svo skelli ég þeim í blandarann og öllu öðru með og set í gang. Auðveldara gæti það ekki verið. Ef maður getur búið til litlar kúlur úr deiginu þá er það hæfilega blautt og gott. Þá set ég það á disk/kökuform, klessi það niður og skelli í frysti.

Kremið er í alvörunni himneskt, og einstaklega auðvelt að gera líka.

1 dl döðlur, smátt saxaðar

1 dl agavesýróp

1 dl kakó

½ dl kaldpressuð kókosolía

½ dl kókosmjólk

3-4 dropar mintuolía (má sleppa og setja vanillu í staðinn)

Ég átti ekki agave sýróp þegar ég gerði kremið síðast og það koma ekki að sök en það er ótrúlega gott að hafa það með.
Þessu er öllu líka bara skellt í blandara/matvinnsluvél og blandað saman þangað til kekklaust.

Það er hægt að setja kremið á botninn bara rétt áður en maður ber kökuna fram en einnig er hægt að setja það á og skella kökunni aftur í frystinn. Þá er hún rosalega fersk og góð beint úr frystinum með berjum og rjóma eða ís. Nammi!”

loppe Svona versla námsmenn í Kaupmannahöfn

Verði ykkur að góðu!

 

 

 


  • Herna

640.is   |   Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson   |   vefstjori@640.is   |   Sími: 895-6744