15. jn
Grillaur sktuselur me sweet chili ssu og sumarsalatiStra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 2407 - Athugasemdir (0)
Í gærkveldi borðaði ég svo góðan mat að það hálfa væri
nóg og ætla ég að deila þessari snilldar uppskrift með ykkur hér.
Þannig er mál með vexti að þetta er réttur sem að var sá allra vinsælasti á Gamla Bauk hérna um árið þegar hótelið rak staðinn og ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár að prófa að elda hann sjálf. Það gerðist sem sagt loksins í gærkveldi og það var bara ekkert mál, alveg ótrúlega einfalt meira að segja.
Þannig er mál með vexti að þetta er réttur sem að var sá allra vinsælasti á Gamla Bauk hérna um árið þegar hótelið rak staðinn og ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár að prófa að elda hann sjálf. Það gerðist sem sagt loksins í gærkveldi og það var bara ekkert mál, alveg ótrúlega einfalt meira að segja.
Þetta er alveg einstaklega sumarlegur og yndislegur réttur finnst mér og á hann vel við í allri þessari blíðu
sem við erum svo heppin að fá að njóta um þessar mundir. Eina vandamálið kannski við hann er að það er kannski ekkert svo auðvelt
að nálgast aðal hráefnið í hann og vil ég því þakka þeim sem gáfu okkur systrum þennan guðdómlega
skötusel alveg kærlega fyrir og vonandi prófa þau þessa uppskrift sem allra fyrst.
Þetta er sem sagt grillaður skötuselur á spjóti, marineraður í sweet chili sósu og borinn fram á
salati með berjum og ostum. Uppskriftin miðast við fjóra.
Grillteinar – látnir liggja í vatni einhvern tíma
Skötuselur fyrir fjóra – við vorum með tvö flök, veit ekki alveg hvað þau voru þung.
Sweet chili sósa frá Blue Dragon – dipping sauce original
Sveppir
Laukur (við vorum með rauðlauk og skallottulauk)
Lambhagasalat
Rucola salat
Konfekttómatar
Vínber (eiga helst að vera jarðarber og bláber en voru bara ekki til í bænum)
Höfðingi
Piparostur
Ólífuolía
Gott brauð er ekki verra :)
Best er að skera skötuselinn niður í litla bita og raða þeim á grillteina ásamt t.d. sveppum og lauk og velta þessu
upp úr sweet chili sósunni og leyfa þessu að marinerast í ca 3 klukkutíma. Síðan er þeim bara hent á grillið í nokkrar
mínútur - passið bara að ofgrilla ekki fiskinn. Það er auðvitað hægt að gera hvernig salat sem er með þessu en ég reyndi að hafa
það svona eins og mig minnti að það hafði verið á Gamla Bauk og ég mæli svo sannarlega með því. Við vorum bara með
stóran og fallegan disk sem að við fylltum með kálinu, niðurskornum konfekttómötum, fullt af vínberjum (mæli samt með að þið
prófið jarðarber og bláber ef þau verða einhverntímann til í þessum bæ okkar) og svo er gott að sletta yfir þetta góðri
ólífuolíu ásamt smá af sweet chili sósunni. Það má alls ekki gleyma ostunum og ég mæli með að þið notið
piparost og höfðingja, blandast alveg ótrúlega vel við berin og allt saman.
Þetta er bara ekki eðlilega góður réttur og ég mæli svo sannarlega með því að þið reynið
að finna ykkur skötusel einhversstaðar og prófið þessa uppskrift! Mér finnst að sjálfsögðu alveg nauðsynlegt að hafa
ísjökulkalt hvítvín með þessum rétti og í gær vorum við með Lindeman´s Cawarra. Verði ykkur að
góðu!