Kosið um Þingeying ársins 2023

Þá er komið að kosningu um Þingeying ársins 2023 en kosið er um þá þrjá einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar.

Kosið um Þingeying ársins 2023
Aðsent efni - - Lestrar 612

Þá er komið að kosningu um Þingeying ársins 2023 en kosið er um þá þrjá einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar.

Kosningin fer þannig fram að þátttakendur senda tölvupóst á fridgeirb@gmail.com með nafni þess sem þeir vilja sem Þingeying ársins 2023.

Efstu þrjú sætin eru:

Guðný Stefánsdóttir Steindal

Hún er mögnuð. Kurteis og vinnur gott starf á Hvammi, heimili aldraða. Hún er búin að halda styrktarmarkaði í Steindal síðastliðin ár þar sem hún hefur ýmist styrkt Velferðarsjóð Þingeyinga eða stakar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda.

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir

Hún kom sem sóknarprestur til Húsavíkur með gleði, jákvæðni og ekki síst hjálpsemi. Hefur heldur betur hjálpað þeim sem þurfa á því að halda og verið til staðar fyrir marga einstaklinga sem og fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Hún er mögnuð og er alltaf með líf og fjör í fallegu kirkjunni okkar.

Inga Birgitta Árnadóttir

Býr í Danmörku. Mikill Húsvíkingur og Þingeyingur. Hún stóð að fjáröflun fyrir æskuvinkonu sína sem varð fimmtug á árinu og er með MS-sjúkdóminn. Hún safnaði upp í ferð til Danmerkur fyrir hana. Vinkona hennar er bundin í hjólastól og getur það flækt ferðalög milli landshluta og landa. Inga Birgitta stóð sig virkilega vel í þessu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744