16. sep
sa kkosmjlk me spnati og stum kartflumStra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 1147 - Athugasemdir (0)
Ég þurfti í skóla inn á Akureyri í vikunni og var svo heppin að vera
síðan í vaktafríi og gat því verið aðeins innfrá hjá systur og systurdóttur. Það var gaman að geta fylgt litlu
skólafrænkunni í skólann í glampandi sól og blíðu, farið með þeim mæðgum á kaffihús, kíkt í
búðir og bara notið þess að vera saman. En það sem var nú ekki verra var að við systur uppgötvuðum þessa líka dásamlega
góðu og hollu uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur hér.
Ýsuflök með spínati, kókos og sætri kartöflu
-
Tvö ýsuflök (það var silungur í upprunalegu uppskriftinni)
-
1 sæt kartafla
-
1/2 poki ferskt spínat
-
1/2 dós kókosmjólk
-
1 tsk rautt karrímauk
-
1 msk fiskisósa
-
safi af 1/2 límónu
-
1 msk Agave sýróp
-
salt og pipar
-
ólífuolía
Botn á ofnföstu fati er smurður með olíunni og spínatinu raðað ofan á. Ýsu/silungsflökunum komið
fyrir ofan á spínatinu. Salti og pipar stráð yfir. Sæta kartaflan flysjuð og skorin í strimla sem er dreift jafnt yfir réttinn.
Kókosmjólk, karrímauki, fiskisósu, límónusafa og Agave sýrópi blandað saman í skál og hrært vel. Sósunni hellt
yfir réttinn og bakað við 200 gráður í ofni í 25-30 mínútur. Gott með salati (og hrísgrjónum, ef vill) - við systur vorum
bara með salat og mér finnst það alveg nóg þar sem það eru sætar kartöflur í réttinum.
Svo einfalt og svo rosalega gott - þessi verður sko á borðum strax aftur í næstu viku!