Gle­ilegt nřtt ßr!

N˙ ■egar ßri­ er senn ß enda langar mig a­ ■akka ykkur samfylgdina en um lei­ bi­jast afs÷kunar ß ansi l÷ngu og ˇvŠntu sumarfrÝi sem a­ S÷tra­ og snŠtt

FrÚttir

Gle­ilegt nřtt ßr!
S÷tra­ & snŠtt Ý sŠlunni - Olga Hrund - Lestrar 875 - Athugasemdir (0)

Falleg Ý ÷llum ve­rum
Falleg Ý ÷llum ve­rum

Nú þegar árið er senn á enda langar mig að þakka ykkur samfylgdina en um leið biðjast afsökunar á ansi löngu og óvæntu sumarfríi sem að Sötrað og snætt fór í á árinu.

Það má kannski kalla þetta ritstíflu eða eitthvað en ég vona að það losni um hana með nýju ári og ég lofa að að vera duglegri að færa ykkur spennandi uppskriftir hér á 640.is.

Ég hef alltaf vitað að Húsavík er best í heimi en ég held að ég hafi sjaldan séð það jafn vel og fundið og á líðandi ári. Samkennd og hlýja á erfiðum tímum var ríkjandi og ég tel okkur Húsvíkinga hafa staðið saman og sýnt að hér er gott að búa og að við styðjum hvert við annað þegar þess er þörf.  Við kunnum líka að gleðjast saman á góðum stundum og ég verð að segja frá því að ég fer því miður aldrei á fótboltaleiki en það gerði ég í september hér á Húsavík og það var ógleymanleg stund. Áfram Völsungur!

Ég ætla að láta sömu uppskrift fylgja hér með í dag og ég gerði fyrir akkúrat ári síðan – ég tel ansi marga hafa notað hana á árinu en aldrei er góð vísa of oft kveðin, já eða góð uppskrift of oft notuð.

Uppskrift að nýju ári

Takið 12 fullþroskaða mánuði.

Hreinsið burt níð og nag og fjarlægið hugsanlega flekki og smámunasemi.

Skiptið mánuðum upp í ca 30 jafnstóra bita. Forðist að baka alla bitana í einu, takið einn í senn.

Bætið við hvern dag: hugrekki, kærleika, vinnu, umburðarlyndi, sjálfsvirðingu, þolgæði, von og hvíld. Bætið síðan við gleði, smá skvettu af fíflagangi, leikgleði og góðum skammti af kímni.

Takk kærlega fyrir árið 2012 kæru Húsvíkingar nær og fjær

og megi komandi ár færa okkur öllum mikla gleði og gæfu!


Engar umrŠ­ur fundust fyrir ■essa frÚtt.

Skrifa athugasemd
captcha

  • Herna

640.is á |áá ┴byrg­arma­ur Haf■ˇr Hrei­arsson á | áávefstjori@640.isáá | á SÝmi: 895-6744