Upphalds kjklingasalati mitt

Svona ar sem a styttist sumari og slina tla g a deila me ykkur minni upphalds uppskrift a kjklingasalati. Mr finnst a svona frekar

Upphalds kjklingasalati mitt
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 1270 - Athugasemdir (0)

Svona þar sem það styttist í sumarið og sólina þá ætla ég að deila með ykkur minni uppáhalds uppskrift að kjúklingasalati. Mér finnst það svona frekar stelpulegt svo það hentar vel í saumaklúbbana og svona stelpuhittinga ýmisskonar og auðvitað alveg sérstaklega úti á palli í glampandi kvöldsólinni - það má samt auðvitað alveg bjóða karlmönnum upp á það líka, að sjálfsögðu.


Ég fékk þessa frábæru uppskrift upphaflega hjá henni Stefaníu vinkonu minni og þakka ég henni kærlega fyrir að kynna mig fyrir þessu snilldarsalati. Mér finnst það alveg sérlega sumarlegt og gott og það er eiginlega alveg nauðsynlegt að vera með ísjökulkalt gott hvítvín með, t.d. Masi Masianco eða Adobe. Svo er líka íslenska vatnið alltaf gott. En hér kemur uppskriftin:

Kjúklingasalatið hennar Stefaníu minnar
Fyrir marga ;)

Kjötið

Kjúklingabringur skornar í bita og steiktar á pönnu. Kryddaðar með kjúklingakryddi – þegar kjötið hefur “lokast” er hellt út á pönnuna BBQ Honey Mustard (eða aðrar tegundir BBQ sósa) og kjúklingurinn látinn malla þar til hann er tilbúinn.

Salat
Klettasalat eða annað gott salat
Kirsuberjatómatar skornir í tvennt
Rauðlaukur
Agúrka
Avocadó
Ristaðar furuhnetur
Fetaostur (ekki setja olíuna með)
Jarðaber - mjög mikilvægt!
Tortilla flögur

Grænmetið skorið í hæfilega bita og blandað saman.

Sósan
2 dl. Olía (nota olíuna af fetaostinum eða einhverja aðra sem til er)
1 dl. Balsamic edik
1 dl. Dijon sinnep
2 dl. Hlyn síróp
Marður hvítlaukur.

Þetta er frekar stór uppskrift – hægt er að minnka hana allt niður í matskeiða mælingar bara að passa hlutföllin. Grænmeti og kjúklingi blandað saman og sósan sett yfir. Engin sérstök hlutföll milli grænmetis og kjöts bara eins og hverjum þykir gott. Namminamm!


Ein lítil frænka að skammta mér, eða sér, kjúklingasalatið góða :)

Ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þessa uppskrift
- svona rétt eins og allar hinar sem ég hef birt hér auðvitað!
Verði ykkur að góðu!

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744