lfaldi og sa

g er bin a vera hugsa um hva g tti a skrifa pistil dagsins en einhvernveginn ekki dotti neitt hug. etta geslega veur gerir mig svolti

lfaldi og sa
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 646 - Athugasemdir (0)


Ég er búin að vera hugsa um hvað ég ætti að skrifa í pistil dagsins en einhvernveginn ekki dottið neitt í hug. Þetta ógeðslega veður gerir mig svolítið þunglynda og ekki skánaði nú ástandið þegar mér varð litið hér inn á síðuna rétt áðan og las þessa skemmtilegu sögu stelpunnar sem fór til Brasilíu og kom heim með laumufarþega innanborðs. Úff!

Til að hugsa nú um eitthvað skemmtilegra og losna við þessa ógeðfelldu mynd úr huganum er ég að hugsa um að deila með ykkur einum fullkomnum degi sem ég átti síðastliðið sumar. Til þess að eiga fullkominn dag er tvennt sem er algjörlega nauðsynlegt í mínum huga; góðir vinir og góður matur og að sjálfsögðu skemmir svo gott veður alls ekki fyrir.

Þessi fullkomni dagur var föstudagurinn 10. júlí og eyddi ég honum með mínum góðu vinkonum Agnesi Gumma Salla og Theó Matt - og svo bættust Halla Marín og Villý í hópinn þegar farið var að líða að kveldi.

Við byrjuðum daginn á fullkomnum og yndislega óhollum morgunverði í glampandi sól og blíðu á elsku Húsavík. Í boði var t.d. nýbakað tómatbrauð úr Úrval, ýmisskonar ostar og sultur, nýbökuð mini-crossant, kók og kaffi; lúxusmorgunverður hjá drottningunum og nutum við hans alveg í tætlur.





Stefnan var svo tekin í Mývatnssveitina fögru og ég trúi ekki öðru en að við höfum stoppað í Heiðarbæ og skellt okkur í sund, annað kemur bara ekki til greina. Ég elska Heiðarbæ og mun gera sér pistil um hann með hækkandi sól.

Þegar upp í Mývatnssveit var komið heimsóttum við þar góða vini að sunnan og buðu þeir upp á ekta vöfflukaffi og yndislegheit. Það var að sjálfsögðu setið úti í blíðunni og ekki var það nú amalegt með útsýni beint út á vatn. Þessir góðu vinir bjóða alltaf upp á sælkerafæði þegar þeir eru sóttir heim og ekki klikkuðu vöfflurnar frekar en annað.





Eftir að við kvöddum vöffluvinina var okkar næsta verkefni að finna gott tjaldstæði því stelpurnar ætluðu að eyða þarna helginni og njóta tónlistar og skemmtilegheita á snilldarhátíð þeirra Mývetninga; Úlfaldanum. Ég hinsvegar þurfti að bruna heim um kvöldið því greyið ég var að fara í bústað í Grímnesinu yfir helgina og svo í smá skrepp til míns uppáhalds lands; Ítalíu.




Já, mikil var hamingjan yfir að vera komin í Mývatnssveitina – eins og sjá má á þessari mynd enda gerist lífið vart betra; sól, sæla og góðir vinir. Stelpurnar sáu svo um að tjalda og ég að mynda, kannski ekki sanngjarnt finnst einhverjum, en hvorutveggja bráðnauðsynlegir hlutir.





Þær stóðu sig með eindæmum vel, enda vanar stelpurnar og ég stóð mig bara ágætlega líka. Við vorum með besta stæðið í bænum og akkúrat það sem mig var búið að dreyma oft um þegar ég keyrði þarna framhjá, alveg niður við vatnið með þetta stórkostlega útsýni. Geri aðrir betur.





Nú eins og þeir sem okkur þekkja ættu að vita þá að sjálfsögðu skipaði matur og matargerð veglegan sess í þessari kvöldstund okkar. Áfram sáu stelpurnar um alla vinnuna og ég bara um að taka myndirnar og svo fékk ég líka að leggja mig aðeins og það ekki á verri stað en dýnu þáverandi landlæknis, sem keypt var í búðinni í Ásbyrgi fyrir tugum ára.





Í forrétt útbjuggu gellurnar brúskettur (hægt að sjá uppskrift í fyrsta pistlinum mínum, 2. feb sl) og ekki klikkuðu þær nú frekar en fyrri daginn. Og lengi getur gott batnað því þegar þarna var komið við sögu var hún elsku Halla Marín mín mætt á svæðið.



Eftir forréttinn þurftum við svo að hlaupa upp í hlöðu til að missa nú ekki af tónleikunum en á þeim voru m.a. að spila þeir Svavar Knútur, Helgi Valur og Árstíðir – voru þeir hreint út sagt frábærir og ég vona svo sannarlega að Úlfaldinn sé kominn til að vera.



Þegar við vorum búnar að hlusta á þessa gaura skutluðumst við aftur niður á tjaldstæði þar sem mig minnir að við höfum borðað grillaða ýsu og meðlæti, ennþá í glampandi sól og sælu auðvitað og þá var hún Villý líka búin að bætast í hópinn.



Þegar líða fór að miðnætti skildum við Halla Marín stelpurnar eftir í stanslausu stuði og keyrðum á mót miðnætursólinni alla leið heim á elsku bestu Húsavík. Þetta var svo sannarlega fullkominn dagur.

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744