Tvr gar

N kldum vetrarkvldum, hr Hsavk sem og annarsstaar, er alveg kjri a ga sr gum spum og er g hr me tvr uppskriftir sem mig langar

Tvr gar
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 845 - Athugasemdir (0)

Nú á köldum vetrarkvöldum, hér á Húsavík sem og annarsstaðar, er alveg kjörið að gæða sér á góðum súpum og er ég hér með tvær uppskriftir sem mig langar að deila með ykkur. Þær eru báðar þeim eiginleikum gæddar að vera ekkert verri daginn eftir og því allt í lagi að gera aðeins ríflega af þeim og eiga til góða, maður sér ekki eftir því. Mér finnst þær líka báðar sóma sér vel í fínustu matarboðum þar sem þær geta auðveldlega staðið sem aðalréttur því þær eru báðar matmiklar. Og auðvitað svo rosalega góðar. Þannig að ég mæli með að þið bjóðið heim góðum vinum og eigið með þeim notalega kvöldstund í skammdeginu og bjóðið þeim upp á aðra hvora af þessum dásamlega góðu súpum.

Fyrri súpan er kjúklingasúpa sem að mamma fékk fyrst hjá Ólöfu systur sinni (ég veit að þetta getur hljómað kunnuglega) og súpan var auðvitað svo góð að mamma varð að fá uppskriftina. Og hér kemur hún:

Kjúklingasúpa með rjómaosti
Fyrir 6-8

4-6 kjúklingabringur, steiktar og geymdar þar til síðar

1 gul paprika
1 græn paprika
1 rauð paprika
1 púrrulaukur, bæði græni og hvíti hlutinn
1 laukur
3 hvítlauksrif
Smá olía til steikingar

Allt er þetta skorið í litla bita og steikt á pönnu í olíu.

400 gr rjómaostur
½ Heinz chili sósa
½ flaska Siracha chili garlic sauce (Thai garlic) - (mamma notar nú bara medium taco sauce frá COOP og það hefur ekkert verið að því hingað til).

Öllu blandað saman og látið malla.

¾ líter kjúklingasoð (2 stórir teningar og vatn)
½ líter matreiðslurjómi
1 - 1 ½ msk Nomu maroccan krydd (mamma á ekkert svona fansí krydd og hefur notað Eðalkrydd frá Pottagöldrum)
Ferskt kóríander til að skreyta hvern disk með í lokin (við höfum aldrei gert það held ég – en þar sem ég elska kóríander þá getur ekki verið neitt nema himneskt).



Nú er ansi hreint skemmtilegur tími framundan og mæli ég svo sannarlega með því að
þið kíkið á Jólasveinana í Dimmuborgum - þegar þeir verða mættir.



Þessum fallegu frænkum fannst allavega ekki leiðinlegt að hitta þá bræður í fyrra
og ekki fannst nú gömlu frænku verra að fara í kaffiboðið í Skjólbrekku á eftir.


Seinni súpan er fiskisúpa sem ég fékk fyrst hjá Ragnheiði systur minni fyrir einhverjum árum og féll fyrir við fyrsta smakk. Ég elska súpur og ég held að þetta sé ein af mínum uppáhalds og hér kemur hún:

Fiskisúpa með karrý og ferskjum

1 stór laukur
2 hvítlauksrif
3 tsk karrý
1-2 dósir Hunt´s stewed Tomatoes
2 litlar dósir ferskjur með safa (brytjaðar)
3 dl vatn + 3 tsk súpukraftur
2 ½ dl rjómi
Salt og pipar
Smá olía til að hita laukinn
Rækjur og annar fiskur eftir smekk (t.d. lax, ýsa, skelfiskur)

Laukur, hvítlaukur og karrý er svissað á pönnu. Tómatar, ferskjur og ferskjusafinn, súpukraftur og rjómi er sett út í og látið malla í 20 mínútur. Gott er að láta krydd (t.d. season all) liggja á fiskinum um stund áður en hann er skorinn smátt og settur út í. Hann er bara látinn út í rétt í lokin og svo rækjurnar bara í blálokin áður en súpan er borin fram.

Það er að sjálfsögðu algjör snilld að hafa ískalt hvítvín og gott, nýbakað brauð með þessum uppskriftum - og auðvitað skemmir kertaljós og rómantík ekki fyrir.






  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744