The mn og EarthCheck Stykkishlmi

Fyrir nokkrum rum var g a ra flk sumarvinnu og var svo heppin a g ri mr bestu vinkonu. Vi ekktumst ekkert , alls ekki neitt, en mr bara

The mn og EarthCheck Stykkishlmi
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 703 - Athugasemdir (0)

Mynd: Anna Mjll Gumundsdttir
Mynd: Anna Mjll Gumundsdttir
Fyrir nokkrum árum var ég að ráða fólk í sumarvinnu og varð svo heppin að ég réði mér bestu vinkonu. Við þekktumst ekkert þá, alls ekki neitt, en mér bara leist svo vel á þessa gellu að sunnan að ég vildi ólm fá hana norður í vinnu. Og því hef ég nú svo sannarlega ekki séð eftir eina einustu mínútu síðan við hittumst hér  fyrst í kvöldsólinni á Húsavík. Þetta var hún stórvinkona mín Theódóra Matthíasdóttir.


Sem betur fer var ekki nóg með að Theó yrði vinkona mín, meðleigjandi minn um stund, vinkona vinkvenna minna og ein af fjölskyldunni, heldur varð hún líka ástfangin af Húsavík. Svo mikið elskar hún Húsavík að hún kom aftur sumarið eftir og vann þá á Náttúrustofu Norðausturlands og nú reynir hún að koma hingað hvenær sem tími og efni gefast til.

Því miður náði ég ekki að halda henni í fastri búsetu hér á Húsavík og nú býr hún í Stykkishólmi og starfar þar sem umhverfisfulltrúi á Náttúruverndarstofu Vesturlands. Theó var svo góð að splæsa í pistil fyrir mig og gef ég henni bara því orðið hér:

Árið 2008 hlutu sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi umhverfisvottun frá vottunarfyrirtækinu Green Globe, eftir margra ára umfangsmikla frumkvöðlavinnu. Vottunin var endurnýjuð í fyrra sumar undir merkjum EarthCheck. Vegna breytinga á lógóinu þurftum við að taka gömlu þreyttu Green Globe fánana okkar niður og setja upp nýja flotta EarthCheck fána. Einhver bið varð þá á fánunum frá Ástralíu og þeir komu ekki fyrr en núna í lok febrúar og var fögnuðurinn við komu þeirra ekki lítill. Engu líkara en ég hefði unnið miða til Húsavíkur.

Þar sem ég hef hlotið viðurnefnið ,,Partý-Dóra“ á vinnustað mínum, Ráðhúsinu í Stykkishólmi, þótti mér sannarlega við hæfi að gera vesen úr flöggunardeginum og halda svokallaðan EarthCheck dag fyrir starfsfólkið. Kallaði samstarfsfólk mitt saman til að hylla fánann þegar hann var dreginn að hún og bauð svo til kaffisamsætis með EarthCheck köku. Bakaði reyndar líka hollustubrauð sem mér fannst eiginlega betra, ekki alveg eins dísætt. Veðrið lék við okkur og Stykkishólmur skartaði sínu fegursta í tilefni dagsins.



Theó og samstarfsfólkið

Fáninn loksins dreginn að húni

Glæsilegur fáninn loksins kominn á sinn stað

EarthCheck kakan er í grunninn uppáhaldssúkkulaðikökuuppskriftin mín sem ég nota alltaf þegar ég baka afmæliskökur. Eldgömul uppskrift frá mömmu minni.

EarthCheck kaka
3 bollar sykur
1,6 dl olía
2 egg
4 bollar hveiti
2 msk kakó (ég set nú alltaf miklu miklu meira af kakói)
2 tsk natrón
½ l súrmjólk

Setti deigið í tvö hringlagaform (eftir að hafa smakkað ansi vel á því) og bakaði við 200°C í 30 mínútur. Þegar botnarnir höfðu kólnað setti ég nokkurs konar kaffismjörkrem á milli.

Kaffismjörkrem:
Smjör
Fullt af kakói
Egg
Neskaffiduft

Kakan þurfti að vera hvít til þess að ég gæti skreytt hana með EarthCheck merkinu. Þess vegna bjó ég til hvítt smjörkrem til þess að setja utanum hana. Skreytti svo með bláum M&M perlum og lakkrísreimum.

Hvítt smjörkrem:
125 gr. smjör
500 gr. flórsykur
3 eggjahvítur
2 msk. síróp
3 tsk. vanilludropar
1-3 msk mjólk, eftir smekk til að stjórna þykkt kremsins





Theó fer létt með að vippa fram köku við hvaða tilefni sem er

Hollustubrauðið kemur úr Kjötsúpugestgjafanum sem kom út í febrúar og heitir einfaldlega ,,Gróft brauð“.

Gróft brauð
3 dl spelt
2 dl haframjöl
2 dl hveitikím
1 msk vínsteinslyftiduft
1 dl sólblómafræ
2 dl graskersfræ
1 dl kókosmjöl, fínt
½ tsk salt
2 msk hunang
2 ½ dl vatn (sjóðandi)
 1 msk sítrónusafi

Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Hrærið saman hunang, vatn og sítrónusafa og blandið saman við. Það er best að hræra sem minnst í deiginu. Klæðið brauðform með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Stráið graskersfræjunum eða sesamfræjunum yfir brauðið og bakið við 180°C í u.þ.b. 35-40 mín. Takið brauðið úr forminu og bakið áfram í u.þ.b. 10 mín. Brauðið kom skemmtilega á óvart en ég mæli með að hafa alvöru íslenskt smjör með því – svo það renni ljúflega niður.


Óhollustan vs. hollustan

Þau eru heppin í Ráðhúsinu í Stykkishólmi!



Theódóra var svo góð að taka líka fyrir mig nokkrar myndir þennan dag til að láta fylgja með pistlinum og eins og þið sjáið á meðfylgjandi myndum er bara næstum því jafnfallegt á Stykkishólmi og á Húsavík!










Ég þakka Theó kærlega fyrir skemmtilegan pistil
og mikið rosalega hlakka ég til að heimsækja hana í Hólminn
við fyrsta tækifæri!


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744