Sunnudagsdgurur gra vina hpi

Um daginn egar fyrir l a eya helginni Akureyri skum skemmtunar og skla barst okkur systrum og vinkonum rosalega skemmtilegt og fallegt boskort

Sunnudagsdgurur gra vina hpi
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 848 - Athugasemdir (0)

Um daginn þegar fyrir lá að eyða helginni á Akureyri sökum skemmtunar og skóla barst okkur systrum og vinkonum rosalega skemmtilegt og fallegt boðskort á veraldarvefnum. Þar var okkur boðið í lördagsbröns, sem svo síðar varð söndagsbröns, til elsku Gunnu okkar. Ekki þurfti að bíða lengi eftir viðbrögðum frá gellunum; að sjálfsögðu myndum við mæta, en ekki hvað þegar matur og vinir eru annarsvegar. Já og systurnar frá Hauganesi. Ekki var nú verra að  þegar loksins kom að brönsinum þá vorum við flestar þegar búnar að eyða dágóðum hluta af helginni saman þar sem var borðað, farið á tónleika með elsku bestu Eivöru og svo borðað meir -  þannig að þetta var bara endir við hæfi á alveg frábærri helgi með bestu vinkonunum.

Á ensku er orðið brunch samansett úr orðunum breakfast (morgunverður) og lunch (hádegisverður). Á íslensku hefur það verið þýtt sem dögurður en ég held að flestir sletti nú bara og segi bröns. Að sjálfsögðu eigum við að standa vörð um íslenska tungu og allt það en ég veit ekki hvað það er við orðið dögurð, mér bara finnst það ljótt. Svo að ég mun hér eftir kalla þetta bröns, ef það fer fyrir hjartað á einhverjum þá bara lesið þið dögurður þegar ég skrifa bröns. Brönsmenningin hefur aldeilis rutt sér til rúms hér á landi síðustu árin og er nú hægt að fara í bröns á flest öll kaffihús og ýmsa veitingastaði í borginni um helgar - en mér finnst samt alltaf langskemmtilegast að hittast bara í heimahúsi. Sem er ansi hentugt þar sem ég bý ekki í neinni borg.


Og þennan sunnudag þarna um daginn vorum við sex gellur og ein fimm ára (að verða sex, skulum hafa það á hreinu) ofursúpergella sem hittumst í þvílíkum ofurbröns að hætti systranna frá Hauganesi að það hálfa hefði verið nóg. Það var Gunna sem var svo góð að bjóða heim og sá hún um boðið af miklum myndarleik og stjanaði við okkur hægri vinstri. En það getur verið heljarinnar vinna að halda svona boð og Gunna kann að skipta með sér verkum og fékk Freyju systur sína til að sjá um baksturinn. Og þar er sko ekki komið að tómum kofanum skal ég segja ykkur, óseiseinei. Og eru eftirfarandi uppskriftir frá henni Freyju og gef ég henni bara orðið hér á milli uppskrifta:

Mjúkir kanilsnúðar

120 ml vatn

20 gr þurrger

30 gr sykur (ég notaði hrásykur)

1 pakki af vanillubúðingsdufti + mjólk skv leiðb. á pakka

120 gr bráðið smjör

2 egg

Hálf tsk salt

Rúmt kíló af hveiti

Dass af vanillusykri

Fylling:

kanill, púðursykur og bráðið smjör

Hita vatn temmilega, blanda sykri og þurrgeri saman við, leyfa því aðeins að kynnast. Bræða smjör. Blanda búðingsdufti saman við mjólk og hræra vel saman. Bæta við bráðnu smjöri, salti og eggjum. Hræra vel saman. Því næst er gerblöndunni blandað saman við og vanillusykursdassinu líka. Vanillusykur fer í allan minn bakstur, ég hef trú á að hann bæti allt, allt, segi ég og skrifa. Að síðustu er hveiti bætt í, eins miklu og þarf, deigið á að vera létt og mjúkt, svo að don‘t overdo the flour. Svo verður deigið að fá að hefa sig, ca hálftími á helst nokkuð hlýjum stað. Þegar deigið hefur náð ca tvöfaldri stærð er best að hnoða það létt og fletja það út í nokkuð jafnan rétthyrning. Já, ég veit, það er ekkert rosalega auðvelt en þá bara verða að vera heppilegar ójöfnur í breiddinni sem gefur bara meiri karakter. Því næst er bráðnu smjöri penslað á útflatt deigið og kanil og púðursykri stráð yfir, magn fer eftir smekk. Svo má rúlla deiginu upp og skera í hæfilega snúða. Þeim er svo raðað á bökunarpappír á bökunarplötu og þeir látnir hefa sig aftur. Mér finnst gott að vera búin að kynda ofninn mjög svo temmilega og leyfa snúðunum að bíða inni í volgum og opnum ofni í ca 20-30 mínútur. Eftir þessa hefun eru þeir teknir út út ofni og hann spenntur upp í ca 175 gráður og þá bakaðir í 15-20 mínútur, fer svo sem eftir snúðastærð.

Nú, á meðan snúðar bakast þá er nú tilvalið að búa til kremið.

 Krem:

120 gr bráðið eða mjúkt smjör

200 gr rjómaostur

1 tsk vanillusykur

Ca 40-50 ml mjólk

Flórsykur eftir þörfum. Má búast við 500-750 gr

 

Öllu þessu hrært saman og þegar heitir snúðar koma úr ofni, þá er kreminu smurt yfir þá og þá bráðnar það mjög svo skemmtilega. Þetta er agalega sætt en til þess er nú leikurinn gerður.

 


Sítrónusnúðar

1,4 dl volg mjólk

3 msk mjúkt smjör

50 gr pressuger

¼ tsk salt

2 msk sykur

4 msk vanillubúðingsduft

1 stórt egg

350 gr hveiti

Vanillusykursdass

 

Fylling:

Bráðið smjör

Safi úr hálfri sítrónu

Rifinn börkur af einni sítrónu (sem hefur verið þvegin þokkalega)

Sykur

 

 

Mjólkin hituð og smjörið látið bráðna í mjólkinni. Pressugerið er látið leysast upp í volgri mjólkur-smjör blöndunni. Egginu er svo slegið saman og bætt í gerblönduna. Því næst fer sykurinn, saltið og vanillubúðingsduftið í blönduna og vanillusykursdassið. Hrært vel. Þriðjungur hveitis er svo hrært saman við og restinni af hveitinu bætt við, smátt og smátt, eftir því sem þurfa þykir. Hérna væri mjög gott að nota hrærivél en ég er ekki svo vel búin. Ég notaði handþeytara eins lengi og hann þoldi við og handafl nýtt eftir það. Deigið er hnoðað þar til að er mjúkt og gott, ekki of þurrt. Deig látið hefast á volgum stað í ca hálftíma, þar til að hefur nálgast tvöfalda stærð. Þá er deigið hnoðað upp aftur og flatt út í sæmilegan rétthyrning. Smjöri penslað á yfirborðið og hæfilegu magni af sykri stráð yfir, því næst er safi úr sítrónu kreistur yfir og að lokum rifnum sítrónuberki stráð yfir. Þessu er svo rúllað upp og skorið í hæfilegar skammtastærðir. Ég setti þessa snúða í muffinsform og það svo í sílikonform. Snúðar látnir hefast í ca háltíma og eftir það eru þeir bakaðir við 175 gráður í ca 15 mínútur.

Mjög gott er að skella saman 100 gr af rjómaosti, 4-5 matskeiðum af flórsykri og 2-3 msk af sítrónusafa og hræra alla kekki á brott. Þessu er svo smurt á bakaða afurðina. Sniðugt að setja góðan matarlit í kremið, t.d. fallega gulan, ef það er ekki gert, þá er voða fallegt að setja eitthvað smá skraut á kremið.

 


Möffins með hvítu súkkulaði og hindberjasultu

Þessa uppskrift fann ég hjá Jóa Fel. Þessi er ansi hreint fljótleg og auðvelt að baka þó að engin sé hrærivélin, aðeins byssurnar.

 225 gr hveiti

2 tsk lyftiduft

¼ tsk salt

100 gr sykur

125 bráðið smjör

125 ml mjólk

1 egg

½ tsk vanilludropar

200 gr hvítt súkkulaði

Góð hindberjasulta

Þurrefnum blandað saman (gott að setja 1 tsk af vanillusykri aukreitis). Mjólk, smjöri, eggi og vanilludropum hrært saman. Blandið þurrefnum við eggjablönduna hægt og rólega. Að lokum er söxuðu hvítu súkkulaði blandað saman við deigið. Deigi skóflað í möffinsform og smá sultusletta sett ofan á hverja og eina möffinsköku og ég hræri örlítið af sultunni ofan í deigið. Þetta er svo bakaði í 180 gráðu heitum ofni í ca 20 mínútur.

Hvítu súkkulaði má að sjálfsögðu skipta út fyrir suðu- rjóma- eða jafnvel appelsínusúkkulaði. Jól Fel notar jarðarberjasultu en mér fannst hindberjasultan passa svo vel með hvíta súkkulaðinu að ég hef haldið mig við hana. Ég á líka aðalbláber í frysti og eru þau algjört hnossgæti í þessar möffins í stað súkkulaðis og sultunnar.

 



 
 
 

Ég þakka systrunum frá Hauganesi fyrir algjörlega frábærar veitingar og einnig vil ég þakka þeim ásamt Theó, Malin, Önnu Hebu og Kristel Evu fyrir góðar stundir. En nú er það það bara hollustan um þessar mundir og því mun kveða við aldeilis annan tón í næsta pistli og leyfi ég uppskriftinni að ofnbakaða hafragrautnum að fylgja með þá :) Hafið það gott!


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744