Sultarsla 2010

a er stundum sagt a maur geti vali sr vini en ekki ttingja. Eins og g hef ur sagt er g svo heppin a vera af hinni svoklluu Sultartt

Sultarsla 2010
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 1017 - Athugasemdir (0)

Það er stundum sagt að maður geti valið sér vini en ekki ættingja. Eins og ég hef áður sagt þá er ég svo heppin að vera af hinni svokölluðu Sultarætt þannig að þótt ég mætti velja mér ættingja þá kæmi mér ekki til hugar að fara að skipta. Á þriggja ára fresti er haldið ættarmót í Sultum og um síðustu helgi var komið að því enn eina ferðina.

Í þetta skiptið var ég í nefnd ásamt einni frænku og tveimur frændum og var að sjálfsögðu búin að stressa mig yfir því í þrjú ár. Þrátt fyrir að þetta séu bara afkomendur ömmu og afa í Sultum ásamt mökum þá erum við um og yfir 120 manns orðin og mættu svo til allir á mótið í ár. Mér fannst eilítið stressandi að vera að fara sjá um mat, ásamt nefndarfélögum mínum,  fyrir á annað hundrað manns en sem betur fer er komin ágætis hefð á þetta þannig að þetta er alltaf með svipuðu móti.

Þetta árið breyttum við reyndar aðeins út frá hefðinni og höfðum setninguna á föstudagskvöldinu í staðinn fyrir á laugardeginum. Þannig að á föstudagskvöldinu hittumst við í hlöðunni um klukkan 20. Þá var búið að kveikja upp í grillinu og fólk kom bara með mat fyrir sig og sína og grillaði sjálft og svo borðuðu allir saman í hlöðunni. Bjarni frændi á Grenivík sá um að setja ættarmótið með smá ræðu og svo var ég með bar(n)svar með spurningum úr ættarsögunni í bland við nútímann.


Á laugardeginum var byrjað á því að fara í kirkjugarðinn í Garði og blóm lögð að leiði ömmu og afa, þeim yndishjónum. Þar söng Halla Marín Rósina en það er hefð að það lag sé flutt á þessari stundu. Smá rigningarúði eyðilagði ekki fyrir okkur og áttum við þarna góða stund eins og alltaf.

Eftir kirkjugarðinn var síðan sameiginlegt kaffihlaðborð í hlöðunni góðu þar sem allir lögðu sitt af mörkum og var því ýmislegt girnilegt þarna að sjá.  Við í nefndinni buðum svo upp á svala fyrir börnin og kaffi fyrir fullorðna. Því miður var veðrið aðeins farið að stríða okkur þarna og því var ekki farið í útileiki eins og vanalega en krakkarnir léku sér þó við að kríta á hlöðuna og skreyta hana.


Um kvöldið var svo komið að aðalstundinni og aðalmálinu; grillað lambalæri og meðlæti fyrir rúmlega 100 manns. Ég hef nú aldrei eldað fyrir fleiri mikið fleiri en 10 manns og hvað þá 100. En auðvitað var ég ekki ein og við nefndin skiptum samviskulega á milli okkar verkum; við konurnar sáum um allan undirbúninginn og strákarnir komu svo og grilluðu og skáru niður kjötið. Við vorum með 20 ókrydduð lambalæri frá Fjallalambi og Eiki frændi sá svo um að krydda þau fyrir okkur. Með kjötinu höfðum við svo kartöflusalat, sósu og hrásalat.


Kartöflusalat
f. ca 80 - 100 manns

3 dósir létt majones
4-6 dollur sýrður rjómi
10 kg kartöflur (hægt að hafa forsoðnar auðvitað, en miklu verri og helmingi dýrari eða meir)
2 krukkur sólþurrkaðir tómatar
3 græn epli
6 -8 rauðlaukar (við vorum með hann til hliðar þar sem sumir þola illa lauk)
Grófmalaður svartur pipar

Ólafarsósa hin góða - ég leyfi þeirri uppskrift að koma síðar með einhverju öðru.


Hrásalat
f. ca 80 - 100 manns

5 hausar Iceberg
6 pokar Rucola
6 - 8 Rauðlaukar
6 Hveravallapaprikur
5 Hveravallagúrkur
2 bakkar Hveravallatómatar
1 krukka ólívur
4 krukkur fetaostur

Þetta gekk allt mjög vel og nóg var til af öllu. Það urðu 4 læri í afgang, kartöflusalatið kláraðist næstum þvíog eitthvað var eftir af sósu og hrásalati þannig að ég var mjög sátt því ekkert er leiðinlegra en þegar ekki er nóg til af mat. Fyrir krakkana voru grillaðar pylsur í brauði og auðvitað líka kjöt fyrir þau sem vildu.

Svo vorum við bara með kaffi og Nóa konfekt í eftirmat og grillað sykurpúða fyrir börnin. Við erum nú frekar skemmtileg ætt þótt ég segi sjálf frá, en þið vitið það nú kannski flest, þannig að það var auðvitað mjög gaman hjá okkur og var boðið upp á ýmisskonar skemmtiatriði. Meðal annars var tískusýning þar sem sýndur var fatnaður og fleira gert af ættarmeðlimum og áhangendum og gætum við auðveldlega stofnað fyrirtæki og farið í útrás með allan þennan fallega og flotta fatnað. Og auðvitað var spilað og sungið, farið með ljóð og ýmislegt fleira og skemmt sér fram á rauðan morgun. Þetta var mjög vel heppnað ættarmót í alla staði og ég mæli svo sannarlega með að þið skellið ykkur á ættarmót. Það eru líka nokkur sæti laus í minni ætt - þannig að þeir sem hafa áhuga hafa þrjú ár til stefnu :)

Þið megið alveg hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar og/eða vantar ættarmótsráðlegginar.

GLEÐILEGA MÆRUDAGA!

Olga Hrund



  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744