Spaghetti me krklingi r Hrsey

Eins og lklega fram hefur komi hef g mjg gaman a mat og v kannski segir a sig sjlft a g hef mjg gaman af matreisluttum. Og g bara ver

Spaghetti me krklingi r Hrsey
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 653 - Athugasemdir (0)

Eins og líklega fram hefur komið þá hef ég mjög gaman að mat og því kannski segir það sig sjálft að ég hef mjög gaman af matreiðsluþáttum. Og ég bara verð að hrósa okkur Íslendingum fyrir frábæra flóru matreiðsluþátta því það er ekkert sjálfsagt í svona litlu landi að það sé hægt að fylgjast með matreiðsluþáttum á liggur við hverri stöð. Við erum reyndar kannski ekki með svo margar íslenskar stöðvar en mér er sama, ég held að það sé samt matreiðsluþáttur á þeim öllum.


Uppáhaldsþátturinn minn er að sjálfsögðu þátturinn hennar Hrefnu Rósu á Skjá1 en eins og þeir sem mig þekkja vita, þá er hún goð í mínum augum. En síðustu vikur hefur þó annar þáttur aldeilis slagað hátt upp í Hrefnu vinkonu mína og það er þátturinn Fagur fiskur í sjó sem sýndur hefur verið á sunnudagskvöldum á RÚV. Þetta er alveg sérdeilis frábær þáttur sem sýnir vel hversu gott og flott hráefni má finna á landinu okkar og við strendur þess.

Hér kemur ein uppskrift sem vakti áhuga minn og ég get ekki beðið eftir að prófa hana í góðra vina hópi við gott tækifæri. Í vor elduðum við vinkonurnar krækling úr Hrísey sem keyptur var í fiskbúðinni Heimur hafsins á Akureyri og hann var ekki eðlilega góður svo að ég ætla að nota hann þegar ég mun prófa þessa uppskrift. Ég set uppskriftina hér inn alveg eins og hún var birt á vefnum hjá þættinum.

Spaghetti með kræklingi

Byggt á uppskrift frá Leifi á La Primavera

500 gr kræklingur
100 gr skarlottulaukur
1 búnt steinselja
3 stórir vel þroskaðir tómatar
1 stórt rautt chili
3 hvítlauksrif
360 gr spaghetti
1 1/2 dl hvítvín
50 gr smjör
Salt og pipar

Saxið skarlottulauk, steinselju (geymið helminginn), tómat og chili. Pressið eða saxið hvítlauk saman við. Setjið vatn í pott til suðu og létt saltið. Setjið spaghetti út í og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Hreinsið kræklinginn og setjið í pott ásamt grænmeti og hvítvíni. Saltið og piprið. Setjið lokið á og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til skelin opnar sig. Sigtið spaghettíið þegar það er soðið og hrærið smjörinu í litlum bitum saman við. Hellið kræklingnum ásamt öllu sem var í pottinum saman við spaghettíið. Saxið steinselju og bætið út í og blandið varlega saman.

Jiminn, hvað ég hlakka til að borða þetta með góðu fólki við gott tækifæri - þetta bara getur ekki annað en verið frábærlega gott!



Það er alltaf gaman að borða í góðra vina hópi

Með lækkandi sól og fækkandi ferðamönnum er ég með mikinn metnað og stefni á að birta pistla hér aðra hvora viku á þriðjudögum - vonandi næ ég að standa við það. Ég get allavega lofað ykkur mjög spennandi pistlum á næstunni þar sem ég mun fjalla um pólskan mat sem ég fékk að prófa í síðustu viku og svo rosalega lundaveislu sem verður um helgina.

Olga Hrund

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744