Uppskrift a nju riStra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 876 - Athugasemdir (0)
Um leið og ég þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óska ykkur öllum farsæls nýs árs langar mig að deila með ykkur þessari fínu uppskrift sem ég rakst á rétt áðan. Ég vona að þið hafið átt gott matarár og vonandi hef ég náð að deila með ykkur góðum uppskriftum. Ég hlakka til að uppgötva enn fleiri með ykkur á nýju ári og hér kemur uppskriftin sem ég sá áðan með von um að við munum öll prófa hana sem fyrst og oftast á árinu 2012.
Uppskrift að nýju ári
Takið 12 fullþroskaða mánuði.
Hreinsið burt níð og nag og fjarlægið hugsanlega flekki og smámunasemi.
Skiptið mánuðum upp í ca 30 jafnstóra bita. Forðist að baka alla bitana í einu, takið einn í senn.
Bætið við hvern dag: hugrekki, kærleika, vinnu, umburðarlyndi, sjálfsvirðingu, þolgæði, von og hvíld. Bætið síðan við gleði, smá skvettu af fíflagangi, leikgleði og góðum skammti af kímni.
Njótið vel og takk fyrir samfylgdina árið 2011 - sjáumst að sjálfsögðu sem flest á Fosshótel Húsavík strax á nýju ári ;)