Plokkfiskur

N er a blkaldur hversdagsleikinn um essar mundir og v reynt a bora hollara, spara meira og a allt saman. g hef svo sem ekkert mti

Plokkfiskur
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 745 - Athugasemdir (0)

Allt  kafi um daginn
Allt kafi um daginn
Nú er það blákaldur hversdagsleikinn um þessar mundir og því reynt að borða hollara, spara meira og það allt saman. Ég hef svo sem ekkert á móti hversdagsleikanum og ég þarf ekki að vera úti á lífinu alla daga en ég verð að viðurkenna að hann verður frekar leiðigjarn svona til lengdar. Svo ég tali nú ekki um þegar veðrið er eins og það var um daginn, dag eftir dag, þá bara fer maður alveg að verða til í smá krydd í tilveruna.


Svo að ég skellti mér á eyrina um helgina og hafði það gott þar í faðmi systur og systurdóttur og hitti vini og  góða vandamenn. Eins og fram hefur komið (oft) þá elska ég Húsavík og myndi hvergi annarsstaðar vilja búa en það er nú samt voðalega gott að skreppa stundum til Akureyrar og kíkja þar í búðir og á kaffihús og svona. Oftast er þó best að koma aftur heim og sjá Húsavíkina sína birtast í allri sinni fegurð, það er bara alveg sama hvort ég er að koma heim eftir dagsdvöl á Akureyri eða ársdvöl í Bandaríkjunum; þessi elska er alltaf jafn falleg í mínum augum. Heima er best, það er nú bara þannig. Allavega þegar maður á heima á Húsavík.

Já, ég var sem sagt á Akureyri um helgina og missti mig þar aðeins í bókakaupum. En það voru útsölur og þetta voru uppskriftarbækur svo að mér fannst það bara vel réttlætanlegt. Ein af bókunum sem ég keypti er bókin “Einfalt með kokkalandsliðinu” sem að Sögur útgáfa gaf út nú fyrir jólin 2010 og er ég rosalega ánægð með hana. En nú er ég komin heim í hið daglega líf og hér hjá okkur hefur það tíðkast að borða hinn eina sanna plokkfisk í byrjun vikunnar og þótt að mamma geri besta plokkfisk í heimi þá ætla ég að setja hér tvær plokkfisksuppskriftir úr nýju bókinni. Ég er sérstaklega spennt fyrir þeirri seinni og hlakka til að prófa hana við tækifæri.

Plokkfiskur
(Einfalt með kokkalandsliðinu. Bls. 81)
fyrir 4

400-500 g soðinn fiskur
3-4 soðnar kartöflur
1 laukur (saxaður)
3-4 dl léttmjólk og/eða fiskisoð
3 msk olía
½ dl hveiti (eða heilhveiti)
Salt og pipar

Hrærum fiskinn í sundur og stöppum kartöflurnar eða skerum þær í bita. Hitum olíu í potti og léttsteikjum laukinn. Sáldrum hveitinu yfir hann og hrærum. Bætum mjólkinni smám saman út í pottinn, hrærum stöðugt í á meðan. Kryddum til með salti og pipar. Blöndum soðnum fiski og soðnum kartöflum saman við og hitum í gegn. Mjög gott að bera fram með soðnum rófum, gulrótum og rúgbrauði.


Kannski ekki fallegasti matur í heimi - en með þeim betri.


Reykýsuplokkfiskur með blaðlauk
(Einfalt með kokkalandsliðinu. Bls. 82)
fyrir 4

600 g reykt ýsuflök (roð – og beinlaus)
400 g kartöflur
1 peli matreiðslurjómi
1 blaðlaukur
100 g smjör
Salt og pipar

Sjóðum kartöflurnar. Skerum blaðlaukinn langsum og skolum hann undir köldu vatni. Skerum laukinn svo í bita og ýsuna í litla kubba. Setjum smjör í pott og eldum blaðlaukinn við vægan hita í um fimm mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Bætum svo fiski og rjóma út í pottinn. Þegar fiskurinn er tilbúinn, eftir um 10 mínútur, tökum við kartöflurnar heitar úr pottinum og stöppum þær saman við fiskinn. Bragðbætum með salti og pipar.

Í staðinn fyrir rjóma má nota sojarjóma, með honum verður rétturinn léttari og enn hollari. Notaðu það grænmeti sem þú átt til að bæta í réttinn með blaðlauknum, t.d. papriku, gulrót eða rófu.


Nú styttist í eins árs afmæli "Sötrað og snætt" og þriggja ára afmæli 640.is og verður það svo sannarlega tilefni til að gera sér dagamun og að sjálfsögðu mun ég leyfa ykkur að fylgjast með.

Einnig er von á uppskrift frá piparsveini fyrir austan
og má alveg hlakka til að lesa hann
- ég er allavegana mjög spennt.

Svo fylgist með gott fólk!

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744