Piparsveinn fyrir austan a noran

dag er dlkurinn minn Stra og sntt slunni 1 rs gamall og vefurinn hans brur mns, 640.is, riggja ra. a er v tilefni til a fagna og

Piparsveinn fyrir austan a noran
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 841 - Athugasemdir (0)

Leifur  Eskifiri
Leifur Eskifiri
Í dag er dálkurinn minn Sötrað og snætt í sælunni 1 árs gamall og vefurinn hans bróður míns, 640.is, þriggja ára. Það er því tilefni til að fagna og líta yfir farinn veg en það mun þó bíða betri tíma, bæði fögnuðurinn og farinn vegurinn, þar sem að ég er með svo skemmtilegan pistil handa ykkur núna. Ég á nefnilega góðan vin sem býr fyrir austan og það vill svo til að hann er piparsveinn, jafnvel þótt systkini mín kalli hann Leibba mág.


Ég var nokkuð forvitin um hagi piparsveina og bað hann því um að senda mér uppskriftir sem væru vinsælar hjá piparsveinum og það gerði hann. Ég er samt viss um að fleiri en piparsveinar geti eldað þennan mat og notið vel. 

Strákurinn er að sjálfsögðu frá Húsavík og heitir Leifur Þorkelsson, sonur Ogga og Regínu, bróðir hennar Kollu minnar og gef ég honum bara orðið:

Ég veit ekki alveg hvað mér gekk til þegar ég, piparsveinn búsettur fyrir austan, tók að mér að rita um matargerðarlist fyrir sælkerahluta 640.is. Hvað um það, loforð er loforð og loforð skal efna, eins og skáldið sagði forðum. Í upphafi er best að viðurkenna það að þríeykið ORA, 1944 og Daloon eru talsvert oft á borð borin á heimili mínu að Miðhúsum, með fáeinum undantekningum þó.

Það er einkum tvennt sem mér finnst mikilvægt að hafa í huga varðandi matseld, fyrir utan þá augljósu staðreynd að maturinn verður jú að smakkast svona þokkalega. í fyrsta lagi þarf notkun tækja og áhalda að taka mið af því að uppvask verði eins lítið og kostur er. Í annan stað þarf tíminn sem líður frá því að hafist er handa við eldamennskuna og þar til rétturinn er tilbúinn til átu að vera eins stuttur og mögulegt er. Hér á eftir koma tvær tiltölulega einfaldar uppskriftir af íslensku sjávarfangi

Fiskur og ýmislegt í álpappír

Þetta er gríðarlega einfalt í framkvæmd, nánast ekkert uppvask og venjulega bara ljómandi gott á bragðið og trúlega hollt líka.

Hráefni:
Nokkrir bitar af roð og beinlausum fiski, helst þorski en ýsa ætti alveg að sleppa
Rauðlaukur
Sveppir
Pestó, alveg sama hvernig það er á litinn (pestó er mauk í krukkum og er til í flestum búðum venjulega við hliðina á ólívunum)
Kúrbítur
Paprika
Pínulitlir tómatar
Sólþurrkaðir tómatar
Ólívur
Salt, pipar og allskonar krydd

Það þarf ekkert að nota þetta allt saman en fyrstu fimm atriðin eru mikilvæg

Tæki og áhöld:
Hnífur
Álpappír
Skurðarbretti (má sleppa)

Aðferð:
Rauðlaukurinn, sveppirnir og allt hitt grænmetið er skorið á bretti, eða á auglýsingabæklingi. Síðan þarf að raða slatta af grænmetinu á álpappír, setja fiskinn ofan á það og slurk af pestóinu og líka krydd náttúrulega. Síðan bara meira grænmeti yfir þetta. Svo er gríðarlega mikilvægt að vefja þetta allt saman inní  álpappír og setja inn í heitan ofn (ekki alveg í botni samt) og þetta er tilbúið á svona rúmum hálftíma kannski.


Hinn eini sanni piparsveinn :)

Steikt kolaflak með grænmetisblendingi í rjómaosti

Þessi réttur er ofurlítið flóknari og honum fylgir líka örlítið meira uppvask, en matargerðin tekur stuttan tíma og bragðið er ljómandi gott.

Hráefni:
Koli (rauðspretta) best er að vera með flak en þeir sem hafa unnið í hraðinu eða á sambærilegum stöðum ættu að geta flakað kola tiltölulega skammlaust.
Rauðlaukur
Sveppir
Kúrbítur
Paprika
Ein dós af rjómaosti með svörtum pipar
Salt og pipar og líka slatti af hveiti
Olía
Smjörvi, eða bara smjör

Tæki og áhöld:
Steikarpanna
Pottur
Hnífur
Skeið
Plastpoki
Skurðarbretti (má sleppa)

Aðferð:
Í þessu tilfelli gildir að hafa hraðar hendur. Í upphafi þarf að brytja niður rauðlaukinn og allt hitt grænmetið. Þá þarf að setja slatta af hveiti í plastpoka og um að gera að blanda salti og pipar og allskonar kryddi saman við hveitið. Kolaflakinu er því næst stungið ofan í pokann og hann hristur þar til flakið er orðið löðrandi í hveiti. Einnig þarf að setja pott á eldavélarhellu og stilla helluna í botn. Skella slatta af smjörva út  í pottinn og steikja grænmetið um stund. Á meðan grænmetið er að malla í pottinum er tilvalið að setja pönnu með olíu á aðra hellu og stilla þá hellu sömuleiðis í botn, draga kolaflakið uppúr hveiti pokanum og steikja það á pönnunni, fyrst með roðhliðina upp í örskamma stund, snúa því síðan við steikja á roðhliðinni í ofurlítið lengri tíma. Á meðan flakið dundar sér á pönnunni þarf að moka rjómaostinum úr dósinni og útí pottinn með öllu grænmetinu. Þegar osturinn er bráðinn passar að taka flakið af pönnunni setja það á disk og ausa síðan blendingnum yfir „og þá er bara rétturinn tilbúinn“ eins og stelpan sem eldaði á Skjá einum sagði svo oft hér í eina tíð.


Ég þakka Leifi vini mínum kærlega fyrir þennan pistil,
sannarlega gaman að fá innsýn í piparsveinalífið fyrir austan
og vonandið njótið þið uppskriftanna!







  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744