Penne carbonara me steinselju og valhnetum

g svo frbrar vinkonur, systur og frnkur og er sem betur fer dugleg a hitta r og gera eitthva skemmtilegt me eim. Eins og g sagi sustu

Penne carbonara me steinselju og valhnetum
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 633 - Athugasemdir (0)

Svo fallegt Snfellsnesi
Svo fallegt Snfellsnesi

Ég á svo frábærar vinkonur, systur og frænkur og er sem betur fer dugleg að hitta þær og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Eins og ég sagði í síðustu viku þá stefndi ég á bústaðarferð í Stykkishólminn og þangað brunuðum við, nokkrar vinkonurnar, í allskonar veðri og færð og áttum stórkostlega skemmtilega helgi.

Á laugardagskvöldinu gerði Gunna nautaþynnusalatið sem ég skrifaði um í síðustu viku og ég bara var ekki að ljúga neinu í ykkur; það er ekki eðlilega gott! Þannig að ég vil ítreka það við ykkur að prófa það sem allra fyrst - þið verðið ekki svikin af því!

En núna er ég í saknaðarkasti til elsku bróðurdótturinnar minnar sem býr í Reykjavík. Mig langar að búa til og borða með henni pasta en við höfum báðar búið á Ítalíu og deilum því pastaástinni. Við vorum líka svo heppnar að fá báðar pastavél í jólagjöf þannig að nú er það bara heimagert og gourmet hjá okkur frænkunum. Ég get ekki beðið eftir að fá hana heim í heimsókn í sæluna okkar í apríl og þá verður sko pastað frá sér allt vit ef ég þekki okkur rétt.

Ég rakst á þessa pastauppskrift á vinotek vefnum (www.vinotek.is) og vona að þeim sé sama þótt ég steli henni frá þeim - hún er bara of girnileg til þess að deila henni ekki.

CARBONARA PASTA

Þessi uppskrift er eins konar afbrigði af hinni klassísku Carbonara-uppskrift þar sem steinselja kemur í stað múskatkryddsins. Best er að nota ítalska Pancetta, sem fæst í betri stórmörkuðum, en einnig má nota beikon þess í stað - ég hef ekki athugað með pancetta en ætli við verðum ekki að gera okkur beikon að góðu hér á Húsavík ;)

  • 500 g Penne
  • 120 g Pancetta eða beikon, skorið í litla bita
  • væn lúka af valhnetum
  • 4 eggjarauður
  • 2,5 dl matreiðslurjómi eða rjómi
  • 150 g rifinn parmesan
  • 1 búnt (helst flatlaufa) steinselja, fínsöxuð
  • ólívuolía
  • salt og pipar
  • Sjóðið pasta.

Ristið hneturnar í ofni við 150 gráður í nokkrar mínútur. Saxið.

Hitið örlítið af olíu á pönnu. Steikið pancetta/beikon þar til að bitarnir eru orðnir stökkir.

Pískið saman eggjarauður, rjóma og rifna parmesanostinn. Bætið steiktu pancettabitunum út í ásamt saxaðri steinseljunni og hnetunun. Saltið og piprið.

Blandið pastanum saman við blönduna í stórri skál. Blandið vel saman og bætið skvettu af góðri ólívuolíu saman við og nýmuldum svörtum pipar.

Að sjálfsögðu fáum við okkur svo eins og eitt glas af einhverju mjög góðu og rauðu með þessu :)


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744