Pskasumarveisla 2011

Senn lur a pskum og m n aldeilis gera vel vi sig - og a tla g sko a gera fami fjlskylda og vina hr elsku bestu Hsavk.

Pskasumarveisla 2011
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 712 - Athugasemdir (0)

Gleilega pska!
Gleilega pska!
Senn líður að páskum og þá má nú aldeilis gera vel við sig - og það ætla ég sko að gera í faðmi fjölskylda og vina hér á elsku bestu Húsavík. 
Það sem stendur upp úr á páskamatseðlinum 2011 er skötuselsveisla sem helst skal haldast annað kvöld og ætla ég því að birta hér aftur uppáhaldsuppskriftina mína að þessum dýrindis mat.


Þetta er sem sagt grillaður skötuselur á spjóti, marineraður í sweet chili sósu og borinn fram á salati með berjum og ostum. Gjörsamlega hin fullkomna uppskrift til að taka á móti nýju sumri.

Grillaður skötuselur í sweet chili
Uppskriftin miðast við fjóra.

Grillteinar – látnir liggja í vatni einhvern tíma
Skötuselur fyrir fjóra – við vorum með tvö flök, veit ekki alveg hvað þau voru þung.
Sweet chili sósa frá Blue Dragon – dipping sauce original
Sveppir
Laukur (við vorum með rauðlauk og skallottulauk)
Lambhagasalat
Rucola salat
Konfekttómatar
Jarðarber - eru á tilboði og allt nú fyrir páska! - það er líka gott að hafa bláber.
Höfðingi - ég kaupi reyndar alltaf Dalahring núna, ekki verra.
Piparostur
Ólífuolía

Gott brauð er ekki verra - og eins og svo oft áður mæli ég með ísjökulköldu Adobe hvítvíni með þessum alveg einstaklega frábæra rétti.



Best er að skera skötuselinn niður í litla bita og raða þeim á grillteina ásamt t.d. sveppum og lauk og velta þessu upp úr sweet chili sósunni og leyfa þessu að marinerast í ca 3 klukkutíma. Síðan er þeim bara hent á grillið í nokkrar mínútur - passið bara að ofgrilla ekki fiskinn. Það er auðvitað hægt að gera hvernig salat sem er með þessu en ég reyndi að hafa það svona eins og mig minnti að það hafði verið á Gamla Bauk og ég mæli svo sannarlega með því. Við vorum bara með stóran og fallegan disk sem að við fylltum með kálinu, niðurskornum konfekttómötum, fullt af vínberjum (mæli samt með að þið prófið jarðarber og bláber ef þau verða einhverntímann til í þessum bæ okkar) og svo er gott að sletta yfir þetta góðri ólífuolíu ásamt smá af sweet chili sósunni. Það má alls ekki gleyma ostunum og ég mæli með að þið notið piparost og höfðingja, blandast alveg ótrúlega vel við berin og allt saman.

Svo er auðvitað bara Nói vinur minn og gott kaffi í eftirmat :)



Njótið vel og gleðilega páska - já og gleðilegt sumar!


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744