Ofnbakaur sktuselur me krander

dag var grjnagrautur sklamatinn Hsavk, sem er kannski ekki frsgur frandi nema fyrir a a g heyri fyrsta skipti um ann si a f sr

Ofnbakaur sktuselur me krander
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 685 - Athugasemdir (0)

J, g er farin a hlakka til sumarsins!
J, g er farin a hlakka til sumarsins!
Í dag var grjónagrautur í skólamatinn á Húsavík, sem er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég heyrði í fyrsta skipti um þann sið að fá sér smjör út á grautinn og enga mjólk. Ég heyrði líka um eina sem fékk sér pasta með rabarbarasultu í gærkveldi. Hún er nú reyndar bara dásamleg tveggja ára skvísa sem fílar sultu. Já, misjafn er smekkur manna og það er líklegast ágætt.


Í dag ætla ég að birta aðra uppskrift sem ég sá á dagatalinu frá Íslandsbanka og finnst mjög svo spennandi. Ég veit að Leifur var með tvær fiskuppskriftir í síðustu viku en það er nú bara þannig að fiskur er hollur og góður svo að maður ætti aldrei að fá nóg af honum. Svo hér kemur ein rosalega girnileg uppskrift að skötusel.

Hún er reyndar kannski svolítið sumarleg en daginn er tekið lengja og bara allt í lagi að skella sér aðeins í sumargírinn og fá sér skötusel og jafnvel hvítvínsdreitil.

SKÖTUSELUR
f 4

600-800 g af skötusel (eða lúðu/þorski/kjúklingi/túnfiski)

Kryddblandan
1 hvítlaukur
1 handfylli af ferskum kóríander
1-2 cm ferskur engiferstubbur
1 lítill rauður chilipipar
1 lime
Ólífuolía eftir smekk
Maldon salt

Salat
1/2 poki spínat
1/2 poki klettasalat
1 þroskað mangó
Handfylli af rúsínum
1/2 stór rauðlaukur
Kirsuberjatómatar

Skötuselur
Saxið kryddjurtirnar smátt, blandið þeim saman við ólífuolíuna og saltið. Kreistið limesafann út í og rífið smá börk með. Skerið fiskinn í 100 g steikur og látið liggja í kryddblöndu í minnst 4 tíma, veltið fisknum reglulega upp úr kryddblöndunni. Setjið fiskinn í eldfast mót og eldið í 200°C heitum ofni í 10-15 mín. Hellið fiskisoðinu í skál til að hafa með. Berið fram með hvítlaukssósu.

Salat
Rífið salatblöðin niður í skál, brytjið mangóið í litla teninga, saxið laukinn smátt og blandið  öllu saman ásamt rúsínunum. Skerið að lokum kirsuberjatómatana í helminga og dreifið yfir.


Verði ykkur að góðu!


Ég er að fara á námskeiðið "brauð og bakstur" hjá þessum
á fimmtudaginn og hlakka mjög mikið til -
kem pottþétt með einhverja rosalega bakstursuppskrift í næstu viku!

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744