Laugardagsggti

ar sem a er alveg a koma laugardagur kva g a skella inn einni uppskrift sem i geti nota morgun ea sunnudaginn til a gera vel vi ykkur. g

Laugardagsggti
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 735 - Athugasemdir (0)

Þar sem það er alveg að koma laugardagur ákvað ég að skella inn einni uppskrift sem þið getið notað á morgun eða sunnudaginn til að gera vel við ykkur. Ég reyndar birti hana ekki alls fyrir löngu en hún á skilið að vera birt oft og mörgum sinnum því hún er svo góð. Þetta eru að sjálfsögðu kanilsnúðarnir  hennar Freyju en þeir hafa vakið verðskuldaða athygli og mikið lof svo ég mæli eindregið með því að þið prófið þá um helgina.

Það er að sjálfsögðu ekkert verra að byrja daginn á því að fá sér gott brauð og allskonar góðgæti með ásamt rjúkandi heitu og nýlöguðu kaffi - einn með sjálfum sér eða í góðra vina hópi. Það er mjög auðvelt að henda fram góðu morgunverðarhlaðborði á örskotsstund en þá er samt mikilvægt að eiga gott brauð, eitthvað álegg og svo er voða gott auðvitað að lyfta þessu upp með grænmeti og/eða ávöxtum. Síðan má fullkomna þetta með guðdómlegu kanilsnúðunum og hér kemur uppskriftin hennar Freyju aftur:


Mjúkir kanilsnúðar

120 ml vatn

20 gr þurrger

30 gr sykur (ég notaði hrásykur)

1 pakki af vanillubúðingsdufti + mjólk skv leiðb. á pakka

120 gr bráðið smjör

2 egg

Hálf tsk salt

Rúmt kíló af hveiti

Dass af vanillusykri

Fylling:

kanill, púðursykur og bráðið smjör

Hita vatn temmilega, blanda sykri og þurrgeri saman við, leyfa því aðeins að kynnast. Bræða smjör. Blanda búðingsdufti saman við mjólk og hræra vel saman. Bæta við bráðnu smjöri, salti og eggjum. Hræra vel saman. Því næst er gerblöndunni blandað saman við og vanillusykursdassinu líka. Vanillusykur fer í allan minn bakstur, ég hef trú á að hann bæti allt, allt, segi ég og skrifa. Að síðustu er hveiti bætt í, eins miklu og þarf, deigið á að vera létt og mjúkt, svo að don‘t overdo the flour. Svo verður deigið að fá að hefa sig, ca hálftími á helst nokkuð hlýjum stað. Þegar deigið hefur náð ca tvöfaldri stærð er best að hnoða það létt og fletja það út í nokkuð jafnan rétthyrning. Já, ég veit, það er ekkert rosalega auðvelt en þá bara verða að vera heppilegar ójöfnur í breiddinni sem gefur bara meiri karakter. Því næst er bráðnu smjöri penslað á útflatt deigið og kanil og púðursykri stráð yfir, magn fer eftir smekk. Svo má rúlla deiginu upp og skera í hæfilega snúða. Þeim er svo raðað á bökunarpappír á bökunarplötu og þeir látnir hefa sig aftur. Mér finnst gott að vera búin að kynda ofninn mjög svo temmilega og leyfa snúðunum að bíða inni í volgum og opnum ofni í ca 20-30 mínútur. Eftir þessa hefun eru þeir teknir út út ofni og hann spenntur upp í ca 175 gráður og þá bakaðir í 15-20 mínútur, fer svo sem eftir snúðastærð.

Nú, á meðan snúðar bakast þá er nú tilvalið að búa til kremið.

 Krem:

120 gr bráðið eða mjúkt smjör

200 gr rjómaostur

1 tsk vanillusykur

Ca 40-50 ml mjólk

Flórsykur eftir þörfum. Má búast við 500-750 gr

 

Öllu þessu hrært saman og þegar heitir snúðar koma úr ofni, þá er kreminu smurt yfir þá og þá bráðnar það mjög svo skemmtilega. Þetta er agalega sætt en til þess er nú leikurinn gerður. Namminamm!

 

Góða helgi!



  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744