Lambilamb

g rakst essa rosalega girnilegu uppskrift vinotek vefnum nna vikunni og finnst vel vi hfi a stela henni og birta hana hr n blssandi

Lambilamb
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 716 - Athugasemdir (0)

t blan hr :)
t blan hr :)

Ég rakst á þessa rosalega girnilegu uppskrift á vinotek vefnum núna í vikunni og finnst vel við hæfi að stela henni og birta hana hér nú í blússandi sláturtíð.

Þetta er uppskrift að kryddlegi sem að  fellur mjög vel að íslensku lambi. Það er hægt að smyrja heilan eða hálfan hrygg með leginum en það er eiginlega ennþá betra að nota kótilettur eða file til að lögurinn njóti sín betur.

 

Og hér kemur uppskriftin:

  • 1 dl hlynsíróp
  • 1 dl ólívuolía
  • 1 msk Dijon-sinnep
  • rifinn börkur af einni appelsínu
  • 2 msk saxað ferskt rósmarín eða 1 msk þurrkað
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 1 tsk Maldon-salt
  • 1 tsk nýmulinn pipar
 

Blandið öllu saman í skál. Geymið 1/3 af blöndunni.

Setjið kjötbitana í kryddlöginn og látið þá liggja í honum í um klukkustund við stofuhita. Grillið eða steikið.

Hellið loks kryddleginum sem var geymdur til hliðar yfir kjötið og berið fram t.d. með ofnbökuðu rótargrænmeti eða hrísgrjónum og góðu salati, eða bara hverju sem þið viljið. Svo er auðvitað ekki verra að fá sér eins og eitt gott rauðvínsglas með þessu - verði ykkur að góðu!

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744