Kjlli fyrir ks vetrarkvld

Vinkona mn ba mig um a hjlpa sr aeins kvld og elda fyrir hana eitthva fljtlegt og gilegt sem hn gti boi nokkrum gestum upp . a var

Kjlli fyrir ks vetrarkvld
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 862 - Athugasemdir (0)

a er alltaf fallegt  Hsavk
a er alltaf fallegt Hsavk
Vinkona mín bað mig um að hjálpa sér aðeins í kvöld og elda fyrir hana eitthvað fljótlegt og þægilegt sem hún gæti boðið nokkrum gestum upp á. Það var auðvitað hið minnsta mál og hér kemur ein mjög fljótleg og auðveld en rosalega góð uppskrift sem hentar vel á köldum vetrarkvöldum eins og nú.




Ég man ekki alveg hvaðan hún kemur þessi en mig minnir að mamma hafi fengið hana fyrst hjá Ólöfu systur sinni og er hún búin að gera hana ansi oft síðan. Í dag ætla ég hinsvegar að prófa að gera hana sjálf í fyrsta skipti og vonandi tekst mér jafnvel upp og mömmu gömlu. Ég set uppskriftina hér eins og mamma gerir hana oftast fyrir ca 4 en núna er ég t.d. að gera hana fyrir svolítið fleiri og þá tvöfaldaði ég bara allt saman.

Kjúklingabringur í apríkósu- og BBQsósu
Fyrir ca 4

4 kjúklingabringur
1 dl púðursykur
1 dl bbq sósa – hickory&brown sugar (held samt reyndar að mamma sé ekki alltaf með alveg eins sósu - ég var t.d. núna bara original)
1 dl apríkósusulta
2 ½ dl rjómi

Þessu er öllu hrært saman í skál, fyrir utan kjúklingabringurnar en þær eru lagðar í mót sem búið er að smyrja  með smá olíu. Sósunni er svo bara hellt yfir og þessu skellt inn í ofn á um 200° í ca klukkutíma. Á meðan þetta er í ofninum má svo sjóða hrísgrjón, útbúa gott salat og rista brauð. Þetta er allur galdurinn – verði ykkur að góðu!

Nú fer maður bara að komast í jólagírinn og vonandi get ég deilt einhverju skemmtilegu og jólalegu með ykkur á næstu vikum. Í fyrra var ég með fjölskyldujólahlaðborð hér heima og það var rosalega gaman - aldrei að vita nema ég grafi upp einhverjar uppskriftir og deili með ykkur. Svo er ég líka með gestapenna sem býr í Vesturheimi og er búinn að lofa mér alvöru Þakkagjörðarpistli, ég hlakka mikið til að lesa hann.

Annars bara vona ég að þið hafið það gott þrátt fyrir leiðinlegt veður stundum þessa dagana en þá er bara að kveikja á kertum og hafa það huggulegt og njóta þess að vera svo heppinn að búa á Húsavík. 

Olga Hrund






  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744