Kjtspa fr Marokk

Um helgina fr g tv frnkuafmli og fkk ar a sjlfsgu margt og mjg gott a bora. a er n bara annig a egar maur er af strum ttum (

Kjtspa fr Marokk
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 780 - Athugasemdir (0)

Alltaf gaman  afmlum
Alltaf gaman afmlum
Um helgina fór ég í tvö frænkuafmæli og fékk þar að sjálfsögðu margt og mjög gott að borða. Það er nú bara þannig að þegar maður er af stórum ættum (í fleiri en einum skilningi) þá þarf maður að fara í ansi margar veislur og í þeim er sjaldnast boðið upp á eitthvað grænkál.

Á laugardaginn fór ég í 25 ára afmæli þar sem gestir voru boðnir velkomnir með freyðivínsglasi og kórónu og afmælisbarnið var sjálft með kórónu, afmælisnælu og blikkandi afmælisborða, geri aðrir betur.  Á sunnudaginn fór ég svo í 9 ára afmæli hjá nöfnunni minni (trúi ekki að það séu komin 9 ár síðan barnið fæddist) og þar var nú ekki komið að tómum kofanum frekar en vanalega og svignuðu borðin hreinlega undan kræsingum mágkonunnar.

Ég ætla nú samt ekki að fjalla um neinar kökur eða tertur í þetta skiptið heldur bara girnilega kjötsúpu sem ég sá í nýjasta tölublaði Gestgjafans (2. tbl 2011). Þar er fjallað um kjötsúpur frá hinum ýmsu löndum og sú sem heillaði mig mest var súpan frá Marokkó og ég hlakka mikið til að prófa hana.


Chorba, kjötsúpa frá Marrokkó
- Gestgjafinn, 2. tbl. 2011, bls. 26
fyrir 4 - 6

500 g lambakjöt, skorið í litla bita
Salt
Nýmalaður pipar
3 msk olía
1 laukur, smátt saxaður
300 tómatmauk (purée)
3 msk chili-mauk
1 1/2 dl vatn
2 sellerístilkar, skornir niður í þunnar sneiðar
2 dl bygg
2 msk steinselja, smátt söxuð
1 sítróna, skorin í 6 báta

Kryddið lambakjöt með salti og pipar og steikið í olíu í vel heitum potti í 3-4 mín. eða þar til kjötið er fallega brúnað. Bætið lauk og tómatmauki í pottinn ásamt chili-mauki og látið krauma í 1 mín., hrærið stöðugt í með sleif á meðan. Hellið vatni í pottinn og bætið selleríi út í, látið sjóða við vægan hita í 20 mín. Bætið þá byggi í pottinn og sjóðið í 25 mín. Smakkið til með salti og pipar og bætið steinselju út í súpuna. Berið fram með sítrónubátum og grófu brauði.

Gróft brauð - Gestgjafinn, 2. tbl. 2011, bls. 49.

3 dl spelt
2 dl haframjöl
2 dl hveitikím
1 msk vínsteinslyftiduft
1 dl sólblómafræ
2 dl graskersfræ
1 dl kókosmjöl, fínt
1/2 tsk salt
2 msk hunang
2 1/2 dl vatn (sjóðandi)
1 msk sítrónusafi

Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Hrærið saman hunang, vatn og sítrónusafa og blandið saman við. Það er best að hræra sem minnst í deiginu. Klæðið brauðform með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Stráið graskerfsfræjum eða sesamfræjum yfir brauðið og bakið við 180°C í u.þ.b. 35-40 mín. Takið brauðið úr forminu og bakið áfram í u.þ.b. 10 mín.

Verði ykkur að góðu!




  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744