Hsavk - enn langbest!

g tla a reyna a leggja a ekki vana minn a vera alltaf a birta gamla pistla hr en g ver samt bara a birta ennan hr aftur, v miur ver

Hsavk - enn langbest!
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 924 - Athugasemdir (0)

Ég ætla að reyna að leggja það ekki í vana minn að vera alltaf að birta gamla pistla hér en ég verð samt bara að birta þennan hér aftur, því miður verð ég að segja. En mig langar bara að segja þetta allt aftur og er nákvæmlega sömu skoðunar og ég var fyrir ári síðan og öll önnur ár þar á undan; Húsavík er best og hér vil ég búa, hér vil ég vinna og síðast en ekki síst; hér vil ég borða.


Hér kemur því pistill sem var birtur fyrir akkúrat ári síðan - ég vona að þið njótið en ég vona einnig að ég þurfi ekki að birta hann aftur að ári.

 


 


Fyrir viku byrjaði ég á pistli en einhvernveginn kom andinn ekki almennilega yfir migog svo bara leið vikan á ógnarhraða og ég réði ekki neitt við neitt. Ég var samt byrjuð aðeins á honum og vissi alveg um hvað hann átti að vera. Nefnilega Húsavík og hversu mikið ég elska Húsavík og það að búa hér. Ég er svo heppin að hafa getað búið erlendis þó nokkrum sinnum og er alveg búin að losa mig við útlandabakteríuna og vil hvergi annarsstaðar vera en hér á minni elskulegu Húsavík.

 

Ævinlega fallegust!


Á þessari viku er svo sannarlega margt búið að gerast og enn á ný eru það hlutir sem maður bara hefði alls ekki getað gert sér í hugarlund - og gerir auðvitað ekki enn því þetta er svo hrikalega fáránlegt. Mig langar að segja svo margt ljótt en ætla samt ekki að gera það hér enda er þetta nú bara pistill um mat. En það er ekki gaman að skrifa pistla um mat þegar enginn hefur líklega matarlyst og hvað þá þegar fólk fer ekki lengur að eiga fyrir mat handa sér og sínum.
 
Hvað er eiginlega í gangi í þessu landi og hvað í ósköpunum er þessir ráðamenn okkar að hugsa? Þegar ég byrjaði að fara erlendis fyrir allmörgum árum, búa þar og ferðast, þá var ég iðulega að rifna úr monti þegar ég var spurð hvaðan ég væri. Mér fannst Ísland nefnilega best í heimi og oftast fannst fólki mjög merkilegt að fá að hitta mig. Á ferðum mínum um Evrópu síðastliðin tvö ár hef ég hinsvegar bara reynt að sleppa því að nefna hvaðan ég er – nema auðvitað þegar ég er á Íslandi; þá er ég sko enn montin af því að vera Húsvíkingur og Þingeyingur og því ætla ég að halda áfram. Ég mun aldrei hætta að vera Þingeyingur; fullur af lofti og glaður með sitt og sína. Og ég bara tek það ekki í mál að sætta mig við þessa svívirðilegu framkomu gagnvart okkur.
 
Hér býr fullt af fólki sem er búið að hafa fyrir því að fara í burtu og mennta sig og flytja aftur heim og vill hér vera og nú á bara að gera okkur ókleift að búa hér. Hér býr líka fullt af fólki sem hefur búið hér alla sína tíð og þekkir ekkert annað. Hvert eigum við öll að fara? Við viljum hvergi fara, við viljum vera hér þar sem við eigum heima og við eigum alveg jafn mikinn rétt á mannsæmandi framkomu og aðrir Íslendingar.
 
Hér kemur uppskriftin sem ég ætla deila með ykkur núna og kemur hún úr smiðju minnar elskulegu mágkonu; Elínar Sigurðardóttur. Þetta er reyndar eiginlega engin uppskrift því þetta er svo rosalega einfalt og þægilegt.


Pönnukökubögglar með kjúklingi og kókosmjólk
f. 4-6

Kjúklingabringur eða lundir (ég notaði lundir í þetta skiptið)
1 bréf Fajitas krydd (athugið að ég notaði ekki allt bréfið, kryddið bara eftir smekk)
1 dós kókosmjólk
Karrý að vild
Fajitas pönnukökur

Ég skar bara niður lundirnar í bita og steikti þær á pönnu með smá ólífuolíu, hellti svo kókosmjólkinni út á (ég notaði bara ca hálfa dósina því ég var bara að elda fyrir tvo – en þið getið bara prófað ykkur áfram með það – bara passa að hafa nægan vökva) og skvetti smá karrý út á þetta og lét malla eitthvað á pönnunni. Síðan tók ég pönnukökurnar og setti kjúklinginn í hverja og eina og passaði að hafa nóg af vökva með og loka svo pönnukökunum þannig að vökvinn héldist vel inni í þeim. Pönnukökunum raðaði ég svo í eldfast mót og stráði osti yfir, setti svo inn í ofn á ca 200 í ca 20 mínútur, passið bara að brenna ekki ostinn.

Þetta er eins einfalt og það gerist en svo meiriháttar gott að ég er búin að hugsa um þetta í viku og ætla að gera þetta aftur við fyrsta tækifæri. Með þessu er gott að hafa hrísgrjón eða bygg og gott salat en mér finnst reyndar persónulega alveg nóg að hafa bara salatið. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hafa með þessu mjög mikið af sýrðum rjóma og einnig er mjög gott að drekka með þessu ísjökulkalt þingeyskt vatn. Verði ykkur að góðu!

 


Ég er sko ekki tilbúin að missa þetta útsýni - ó nei!

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744