Hamingjusk

Sastliinn laugardag tti g afmli og hlt g upp daginn me stl Reykjavk umvafin bestu vinkonum heimi. etta var einn af essum fullkomnu

Hamingjusk
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 862 - Athugasemdir (0)

Hamingjusk; marengs  Marengs
Hamingjusk; marengs Marengs
Síðastliðinn laugardag átti ég afmæli og hélt ég upp á daginn með stæl í Reykjavík umvafin bestu vinkonum í heimi. Þetta var einn af þessum fullkomnu afmælisdögum með frábæru veðri og yndislegum félagsskap og  svo endaði ég meira að segja í brúðkaupsveislu seint um kvöldið, þó ekki minni eigin. Hún bíður betri tíma, vonandi.

Ég var búin að velta því fyrir mér í nokkurn tíma hvernig ég ætti að halda upp á afmælið í borginni, hvort ég ætti bara að bjóða vinkonunum að koma í kaffi með mér eða út að borða um kvöldið, hvort ég ætti bara að sleppa því að halda eitthvað upp á það eða kannski bjóða þeim heim á hótel um kvöldið. Mig langaði  samt mest til að fara á einhvern öðruvísi stað þaðan sem maður kæmi út hamingjusamur á sál og í maga.

Þegar allir valmöguleikarnir voru alveg að fara með mig vildi svo til að ég keypti nýjasta tölublaðið af Gestgjafanum og sá þar smá grein um Marengs, nýjan stað á Listasafni Íslands, og örlögin voru ráðin; vinkonunum skyldi boðið þangað.

Ég var auðvitað skipulagða týpan í borginni og pantaði borð fyrir okkur með nokkurra daga fyrirvara og við hittumst svo þarna í hádeginu á laugardeginum í glampandi sól og sælu. Það var mjög vel tekið á móti okkur, allir hressir og kátir og staðurinn gladdi svo sannarlega augað; fallegir ávextir, marengstertan fræga, rósir og yndislegheit út um allt. Í boði voru salöt, súpur og samlokur og við fengum okkur flest samloku með skinku, osti og sólþurrkuðum tómötum ásamt salati með hvítlauksdressingu og var hún alveg meiriháttar góð.  Þarna er líka hugsað um að seðja augað og nokkur rósablöð á diski, perusneið þar sem maður á hennar ekki von og fleiri skemmtilegheit gera heimsókn á þennan stað að skemmtilegri upplifun - það er bara svo miklu skemmtilegra þegar það er fallegt í kringum mann. Einnig var okkur boðið upp á hollustu fordrykk sem samanstóð af engiferi og ýmsu öðru og svo var auðvitað skálað í freyðivíni, en ekki hvað!

Þær voru svo yndislegar, þær Áslaug og Anna sem reka staðinn, að þær færðu mér afmælistertu með kerti og alles og að sjálfsögðu var sungið með. Og heppin var ég, því þótt ótrúlegt sé þá borða ég ekki marengs, og ég fékk þessa líka fínu súkkulaðitertu með heilli kókosbollu ofan á og lakkrísrúllu; en ég elska einmitt súkkulaði, kókosbollur og alveg sérstaklega lakkrís! Anna Heba og hinir marengssjúklingarnir í hópnum fengu sér hinsvegar marengstertuna Hamingjuský, sem er einkenni staðarins, og ég sá alveg hamingjuskýin í augunum á þeim á meðan þær borðuðu tertuna og lengi vel á eftir - gott ef þau eru þar bara ekki enn!

 Ég mæli svo sannarlega með Marengs á Listasafni Íslands
og vona að þið farið sem flest þangað næst þegar þið eigið leið um borgina!



Guðjón Teitur vinur minn að festa mómentið á digg

Um kvöldið komu svo nokkrar gellur í freyðivín og snittur upp á hótel en við bjuggum svo vel að vera í risaíbúð þannig að það var nóg pláss og gaman að geta boðið heim. Ég var að sjálfsögðu búin að fara í Ostabúðina við Skólavörðustíg og versla þar nokkra góða osta sem og pylsur. Í Melabúðina var ég líka búin að fara og þar keypti ég m.a. silungakæfu frá Útey og heitreyktan lax, hráskinku, ávexti og fleira góðgæti. Úr þessu púslaði ég svo bara í snittur og osta – og ávaxtabakka og var þetta allt alveg óhemju gott, þó ég segi nú sjálf frá.


Prúðbúnir afmælisgestir

Já, það var svo sannarlega gaman að eiga afmæli í Reykjavík laugardaginn 15. maí og langar mig til að þakka öllum þeim sem komu og glöddu mig með nærveru sinni kærlega fyrir ásamt öllum þeim sem sendu mér kveðjur; þið eruð æði!

Olga Hrund

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744