Gulrtarkaka; g bum megin

Jja, tli g veri ekki a skrifa eins og einn ltinn pistil svo a hann brir minn fari ekki a reka mig han. g er v miur ekki enn orin essi

Gulrtarkaka; g bum megin
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 1010 - Athugasemdir (0)

 g er hn!
g er hn!
Jæja, ætli ég verði ekki að skrifa eins og einn lítinn pistil svo að hann bróðir minn fari ekki að reka mig héðan. Ég er því miður ekki enn orðin þessi skipulagða týpa sem mig langar svo innilega að vera, en batnandi mönnum er best að lifa og tileinka ég þennan pistil minni bestu vinkonu; Agnesi Ýr Guðmundsdóttur.


Í kvöld ætla ég að deila með ykkur þeirri allra bestu gulrótarköku sem ég hef fengið í lífinu. Ég smakkaði hana í fyrsta skipti síðastliðið haust einmitt hjá Agnesi (Gumma Salla og Fanneyjar) og hún var einfaldlega himnesk, eins og allt sem Agnes bakar og eldar. Ég var svo sniðug að fá hjá henni uppskriftina og gefa svo mömmu hana – þannig að nú er þetta orðin ein af ómissandi uppskriftum heimilisins og skellti mamma einmitt í eina köku í síðustu viku og ætla ég nú að leyfa ykkur að njóta með.

Gulrótarkaka

4 egg
150 g sykur
140 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
200 g gulrætur
240 g hveiti
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 msk kanill
1 tsk múskat
1 poki saxaðar valhnetur
2 ½ dl matarolía (Agnes matgæðingur hafði smjör í stað olíu)

Þeytið saman egg, sykur, púðursykur og vanilludropa í hrærivél þar til blandan verður létt og ljós. Rífið gulrætur og blandið saman við hræruna. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, salt, kanil og múskat og látið út í ásamt matarolíu og hnetum. Mamma bakaði þetta í einni stórri skúffu, en uppskriftin segir í tveimur smurðum og hveitistráðum formum, í 175°C heitum ofni í 30 mínútur.

Mamma notaði nú bara tilbúið krem úr Kaskó en hér er líka er uppskrift að kremi:

400 g rjómaostur
500 g flórsykur (þarf yfirleitt ekki að nota allan pakkann)
Sítrónubörkur, rifinn af einni sítrónu
Smá sítrónusafi (2-3 tsk) eftir smekk

Þetta er svo allt hrært saman í hrærivél þar til kremið er mjúkt en frekar stíft og smurt á kalda kökuna. Kakan er skreytt með rifnum gulrótum dýft augnablik í sítrónusafa, valhnetum eða hvorutveggja. Ég vil samt benda á að þessi kaka er eins og Homeblest; hún er nefnilega góð báðum megin! Kakan er alltsvo alls ekki verri þegar það er ekki krem á henni en í þetta skiptið notaði hún móðir mín sem sagt tilbúið krem, henti kökuskrauti fyrir og reif smá sítrónubörk yfir; namm!

Ég reyni svo að standa mig betur og skrifa oftar því ég er sko aldeilis með nóg af hugmyndum fyrir sumarið og bíða m.a. skötuselur, lax, hamborgarar og pylsur í Heimabakarísbrauðum, Rollo ostakaka og margt, margt fleira þess að ég skrifi um þau. Svo fylgist með á 640.is :)

Olga Hrund

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744