Grillu jararber og s

tilefni mradagsins morgun kva g a skella hr inn einni girnilegri uppskrift a eftirrtt sem allir ttu a geta gert handa mmmu sinni kvld

Grillu jararber og s
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 702 - Athugasemdir (0)

Í tilefni mæðradagsins á morgun ákvað ég að skella hér inn einni girnilegri uppskrift að eftirrétt sem allir ættu að geta gert handa mömmu sinni í kvöld eða á morgun - svona svo lengi sem það eru til jarðarber í bænum. Þetta er sniðug uppskrift sem hægt er að leyfa börnunum að sjá um en að sjálfsögðu aðstoða samt pabbarnir ef kokkarnir eru ungir að árum og sjá svo um grillpartinn. Ég rakst á þessa uppskrift í nýja Gestgjafanum, sem er ekki eðlilega flottur í þetta skiptið og sem oft áður auðvitað. Og nei, ég er ekki á prósentum hjá Gestgjafanum ef þið eruð farin að halda það – þetta bara er svo frábært blað að það er ekki annað hægt en að nefna það kannski aðeins of oft.

Hér kemur uppskriftin að þessum girnilega og fallega eftirrétt: 

 Grilluð jarðarber - Gestgjafinn, 6. tbl. 2011, bls. 66.

Fyrir 4

400-500 g jarðarber

80 g sykur

safi úr 1 sítrónu

börkur af 1 límónu

1 dl jarðarberjarsulta eða berjahlaup

börkur af 1 límónu til að skreyta með

Hitið grillið. Fjarlægið stilka af jarðarberjum og raðið þeim á hvolf í lítinn álbakka. Hitið sykur, sítrónusafa og límónubörk saman þar til sykurinn er uppleystur. Penslið jarðarberin með sykurleginum og grillið þau við óbeinan hita í 8-12 mín. Bætið jarðarberjasultu út í afganginn af sykurleginum og berið blönduna fram með jarðarberjunum ásamt vanilluís og rifnum límónuberki.

Ég myndi segja að þetta væri fullkomlega fullkomið með Emmess rjómaís úr N1 ;)

Um leið og ég óska bestu mömmu í heimi til hamingju með mæðradaginn á morgun óska ég einnig systrum mínum, mágkonu, frænkum og öllum öðrum mæðrum innilega til hamingju með þennan merkisdag.

Eigið góðan dag!  

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744