Grillaar kjklingalundir spjti me kranderkryddari agrkussu

sustu viku kom essi lka drindis bklingur fr Holtakjklingi inn um brfalguna og geri g r fyrir a i hafi flest fengi hann. g elska

Grillaar kjklingalundir spjti me kranderkryddari agrkussu
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 864 - Athugasemdir (0)

Sumari er tminn
Sumari er tminn
Í síðustu viku kom þessi líka dýrindis bæklingur frá Holtakjúklingi inn um bréfalúguna og geri ég ráð fyrir að þið hafið flest fengið hann. Ég elska kjúkling og var ekki lengi að finna mér tilefni til að prófa fyrstu uppskriftina; auðvitað júróvisjón.

Í ár var júróvisjónpartýið mitt fámennt en mjög góðmennt; bara ég og Anna María frænka mín heima hjá henni.


Þetta var stór laugardagur í marga staði; ekki nóg með að það væru kosningar og júróvisjón þá var ég líka að fara í fyrsta skipti í Hveravelli og Heiðarbæ þetta sumarið. Og það var sko búið að bíða lengi eftir því. Ég fór með mömmu og Kristel Evu guðdóttur minni og byrjuðum við á því að fara í Hveravelli að kaupa sumarblóm, kryddjurtir og grænmeti. Ég þakka guði fyrir Hveravelli og vona að fólk geri sér grein fyrir því hversu mikla gersemi við eigum þarna, það er svo sannarlega ekki sjálfsagt að það sé hægt að fá glænýtt og (svo til ) lífrænt ræktað grænmeti rétt við bæjardyrnar. Ég er líka búin að búa í löndum eins og Ítalíu og Spáni þar sem kjöraðstæður eru til grænmetisræktunar en ég held að ég hafi hvergi fengið jafn góða tómata eins og Konfekttómatana frá Hveravöllum; þvílíkt og annað eins sælgæti. Og þótt ég ætli nú ekkert að fara predika eitthvað hér þá vona ég samt að þið verslið íslenskt - og þingeyskt;)




Það er fátt betra en ferskar kryddjurtir



Mamma og Kristel að velja sér sumarblóm

Þegar við vorum búnar að versla á Hveravöllum skruppum við í heimsókn í Klambrasel til Gunnars móðurbróður og Ragnheiðar konu hans.
Þar fengum við dýrindis kleinur og kaffi og kíktum svo í fjárhúsin.




Kristel á fullu að gefa kindunum


Eftir fjárhúsin skelltum við okkur í sund í Heiðarbæ en ég mun nú gera sérpistil um þann dásemdarstað við tækifæri - en þangað til þá mæli ég samt með að þið farið þangað og fáið ykkur að borða hjá Þorgrími og frú; bara snilld! Og ekki verra að fara í sund í bestu sundlaug í heimi.

Um kvöldið fór ég svo til Önnu Maríu frænku og við grillluðum okkur þessa snilldaruppskrift upp úr nýja bæklingnum frá Holtakjúklingi sem heitir "Grillsumar með Úlfari Finnbjörnssyni" og er uppskriftin á blaðsíðu 6. Ég þarf nú varla að taka fram að ég notaði auðvitað grænmeti og kryddjurtir frá Hveravöllum - allt glænýtt og brakandi ferskt.

INDVERSKAR HOLTAKJÚKLINGALUNDIR Á SPJÓTI
MEÐ KÓRÍANDERKRYDDAÐRI AGÚRKUSÓSU

800 gr - 1 kg Holta indverska lundir (við vorum bara með venjulegar kjúklingabringur sem við krydduðum og lögðum í olíu - einn bakka)
Grillspjót, lögð í vatn í 1 klst.

Kóríanderkrydduð agúrkusósa
1/2 agúrka skræld, kjarnhreinsuð og gróft söxuð
1 tsk salt
2 1/2 dl grísk jógúrt
2 msk sítrónusafi
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 msk hunang
2 msk ferk mynta, smátt söxuð
2 msk ferskt kóríander, smátt saxað
Salt og nýmalaður pipar

Aðferð:
Setjið agúrkuna og 1 tsk salt í skál og látið standa í við stofuhita í 1 klst. Sigtið þá allan safa frá agúrkunni og setjið hana í skál ásamt öllu sem er í uppskriftinni og blandið vel saman. Geymið í kæli í 1 klst. Þræðið lundirnar upp á spjótin og grillið við mikinn hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

Berið spjótin fram með kóríanderkrydduðu agúrkusósunni og t.d. grilluðu nanbrauði og salati.

Við Anna María grilluðum svo líka konfekttómata og papriku frá Hveravöllum ásamt íslenskum kastaníusveppum á spjótum og þau voru að sjálfsögðu himnesk. Við vorum ekki með neitt brauð en höfðum smá hrísgrjón og ferskt salat með - og þetta var allt alveg voðalega gott. Ég mæli svo sannarlega með þessari uppskrift og ef þið gerið hana; munið bara að gera nóg af sósunni. Bon profit!





Anna María yfirgrillari

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744