G grnmetisbakaStra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 775 - Athugasemdir (0)
Ég vona að þið hafið átt gleðilegt sumar og náð að borða mikið og gott, það gerði ég svo sannarlega út um allar trissur en ég fór meðal annars í Kelduhverfið, til Noregs og Spánar, til Akureyrar og Reykjavíkur, í Mývatnssveitina auðvitað og síðast en alls ekki síst í Stykkishólminn. Svo má auðvitað ekki gleyma elsku Húsavík, en þar var svo sannarlega líka borðað. Ég hlakka því til að deila með ykkur allskyns spennandi matarsögum á komandi mánuðum.
Þar sem það er vaninn að ætla sér að byrja í
holllustunni svona um þessar mundir þá ætla ég að byrja á mjög girnilegri uppskrift að grænmetisböku sem að ég fann
einhversstaðar, man ekki hvar, en hér kemur hún.
Grænmetisbaka
Botn
1 dl haframjöl
2 dl heilhveiti
2 msk ólífuolía
1 dl ab-mjólk
2 msk kalt vatn
Aðferð: Blandið saman
þurrefnum, olíu og ab-mjólk, síðast vatninu. Hrærið vel og hnoðið. Geymið deigið í ísskáp í a.m.k. 30-40
mínútur. Fletjið deigið út í mót, smyrjið með smá ólífuolíu og raðið grænmetinu á. Hellið
sósu yfir og bakið í 30 mínútur við 200°C.
Grænmeti
1-2 gulrætur, sneiddar í þunnar sneiðar
½ kúrbítur (zucchini), skorinn í bita
5-7 sveppir, niðursneiddir
½ eggaldin, skorið í þunnar sneiðar
½ blaðlaukur, sneiddur í þunnar sneiðar
Það má auðvitað setja hvaða grænmeti sem er og ég myndi taka út kúrbítinn og eggaldinið og hafa t.d. rauða papriku, tómata, og spergilkál í staðinn. Steikið grænmetið og kryddið.
Sósa:
2 egg
2 ½ dl mjólk eða ab-mjólk
4 dl magur ostur (11%) – 2 dl í sósuna og 2 dl yfir bökuna
Aðferð:Þeytið saman egg og
mjólk. Rífið ostinn og blandið 2 dl saman við. Hellið yfirr grænmetið. Dreifið afganginum af ostinum yfir bökuna og setjið inn í ofn. Gott
er að bera fram með sósu úr ab-mjólk. Blandið saman 2 dl ab-mjólk, salti, pipar, hvítlauk (pressuðum) og paprikudufti. Berið fram með
soðnum bygggrjónum eða hýðishrísgrjónum og fersku salati. Verði ykkur að góðu!
Heima er alltaf best :)