Gleilegt ntt r!

g tlai a sjlfsgu a vera lngu bin a skrifa hr pistil, ef ekki nokkra, um jlin og ramtin og a allt saman en g var bara alltof upptekin vi

Gleilegt ntt r!
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 520 - Athugasemdir (0)

Ég ætlaði að sjálfsögðu að vera löngu búin að skrifa hér pistil, ef ekki nokkra, um jólin og áramótin og það allt saman en ég var bara alltof upptekin við að borða til að geta eytt tíma í það. En þar sem það er nú eiginlega þrettándinn í dag þá ákvað ég að smella hér inn einum litlum pistli og þakka ykkur kærlega fyrir samfylgdina árið 2010 og mitt fyrsta ár hér á 640.is.

Síðasta ár var mjög gott ár matarlega séð en það hefur sannast enn og aftur að maður þarf víst líka eitthvað að hreyfa sig þegar maður stundar þessa iðju. Þannig að planið fyrir þetta ár er að borða alveg jafn mikið, ef ekki bara meir, en reyna að vega á móti þyngdaraflinu með einhverri hreyfingu. Við sjáum svo bara til hvernig það mun ganga, alls ekki í fyrsta skipti sem þetta hefur verið sagt á þessum tímamótum.

Við fjölskyldan erum auðvitað búin að borða humar yfir hátíðirnar og bjuggum svo vel að vera með alltof mikið af honum þegar við vorum græja hann þannig að við ákváðum að geyma þann minnsta og nota hann í pasta daginn eftir. Ég er ekki með þá uppskrift núna en mun svo sannarlega birta hana hér einhverntímann því þetta var sko réttur sem stendur upp úr –  en í staðinn set ég hér uppskrift sem ég stel af flotta dagatalinu sem ég fékk frá Íslandsbanka.
Og hér kemur hún:
 
HUMAR LINGUINI

fyrir 6

 750 – 1 kg humar
 500 g spagettí eða annað pasta
 3-4 skalottulaukar
 4 hvítlauksrif
 1 rauður chilipipar (fræhreinsaður)
 6 tómatar
 1-2 dl hvítvín
 Sítróna
 Steinselja
 Italian Seasoning
 250g smjör
 Ólífuolía
 Salt og pipar
 Parmesanostur til að strá yfir
 

Skerið tómatana í báta, setjið í eldfast mót, hellið ólífuolíu yfir, kryddið með salti, pipar og Italian Seasoning (eða sítrónupipar). Bakið í ofni við 200°C, veltið tómötunum reglulega svo þeir maukist hæfilega.

Hreinsið humarinn úr skelinni og steikið í smjörinu. Skiljið smjörið frá og setjið humarinn til hliðar. Saxið lauk, hvítlauk, chili og klípu af steinselju og steikið í ólífuolíunni. Hellið humarsmjörinu á pönnuna með skalottu/hvítlauks/chiliolíunni. Setjið tómatamauk, hvítvín og safann úr sítrónunni út í blönduna. Látið malla á miðlungshita í nokkrar mín. Bætið humrinum við og látið malla þar til hann er heitur á ný. Smakkið og bragðbætið eftir smekk. Hellið humarblöndunni yfir soðið pastað ásamt saxaðri steinselju, berið fram með parmesanosti og baguette.

Takk enn og aftur fyrir samfylgdina síðasta ár og megi nýja árið færa ykkur
gleði, gæfu og fullt af góðum mat í góðra vina hópi!




Hún eldist vel þessi elska :)


Stöndum saman!

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744