Gleilega pska 2012

N lur a mikilli matarveislu hj okkur slendingum og datt mr v hug a taka saman nokkrar uppskriftir sem hafa birst hr ur en r eiga a

Gleilega pska 2012
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 795 - Athugasemdir (0)

Nú líður að mikilli matarveislu hjá okkur Íslendingum og datt mér því í hug að taka saman nokkrar uppskriftir sem hafa birst hér áður en þær eiga það sameiginlegt að mig langar í þær allar saman um páskana.

Það er nú eiginlega vonandi að það gefist ekki tími fyrir þetta allt en ég er reyndar byrjuð því ég tók forskot á sæluna og hámaði í mig brúskettur í gærkveldi í góðra frænkna hópi - þannig að það er bara aldrei að vita hvað gerist. Ég allavega mæli með þessu öllu saman og óska ykkur öllum gleðilegra páska í faðmi fjölskyldu og vina.

 

Brúskettur

fyrir ca 6-8 manns

1 box konfekttómatar frá Hveravöllum

2-3 hvítlauksgeirar

Fersk basilíkulauf

Ólífuolía

Salt og pipar

Gott brauð – t.d. veronabrauð eða tómatbrauð

Ég sker tómatana smátt niður en tek hvítlauksgeirana bara í tvennt því ég vil helst sleppa því að borða hvítlaukinn en það má að sjálfsögðu saxa hann smátt ef fólk vill það frekar. Svo helli ég góðri ólífuolíu yfir þetta, krydda með salti og pipar og að lokum ríf ég ferska basiliku út í – hræri öllu saman og smakka til. Þetta geymi ég svo inni í ísskáp á meðan ég grilla brauðið í ofni með smá ólífuolíu ofan á. Þetta er svo borið á borð í sitthvoru lagi og fólk fær sér sjálft - þá getur hver og einn fengið sér eins mikið og hann lystir.

Nautaþynnusalat í tælenskum stíl
fyrir ca 2-3 manns

Dressing
1 chili
2-3 cm meðalþykk engiferrót
1 hvítlauksrif
1/2 dl Thai sweet chili sauce
1/2 dl Sojasósa
1/2 dl Extra virgin ólífuolía
1 msk Hunang
1 msk Sesamolía
1 lime
1-2 msk Sesamfræ

Salat
150-200gr gott, fullmeyrnað nautakjöt
200 gr dökkgræn salatblanda (rucola er eiginlega nauðsynlegt)
2-3 meðalstórar gulrætur
150gr (ca) Sugar snap baunir (Sætuhrökkbaunir)
Rauð paprika
1/2 meðalstór gúrka
Kóríander
Jarðaber, nokkur stk
Cashew-hnetur, handfylli
Sesamfræ, handfylli

Aðferð
Saxaðu engiferrótina og chilíið mjög smátt (fjarlægja fræin) og merjið eða saxið hvítlaukinn. Setið í skál og hellið chilisósunni, sojasósunni, sesamolíunni yfir og hrærið vel saman. Hrærið hunanginu við og safa úr heilum lime út í, ásamt sesamfræjunum. Hrærið olíunni síðast út í. Gott er að leyfa dressingunni að standa í einhverja stund til að fá góðan kraft úr chilíinu og engiferinu. Ath olían vill fljóta ofan á, hrærið því aðeins upp í dressingunni áður en þið notið hana.

Nuddið ca 1/3 af dressingunni á kjötið og leyfið að marinerast í 30-60 mín.

Skerið gulræturnar "Julianne", í langa mjóa strimla. Skerið gúrkuna í aflanga, frekar þunna bita og paprikuna í aflanga strimla. Jarðaberin sker ég niður í sneiðar (þannig að sneiðin verði nánast hjartalaga).
Blandið öllu salatinu saman í skál ásamt ca 2/3 af kóríanderbakkanum. Sugar snap baunirnar fara út í í heilu lagi. Grófsaxið cashew hneturnar og stráið yfir salatið ásamt sesamfræjunum. Vætið aðeins í salatinu með ca 2 msk af dressingunni.

Steikið kjötið á pönnu eftir smekk – mér finnst það best þegar það er töluvert bleikt í miðjunni.
Þegar kjötið er steikt er það sneitt í þunnar sneiðar og sett ofan á salatið. Stráið þá afgangnum af kóríanderinu yfir.

Berið fram með restinni af dressingunni, og góðu rauðvíni. Einnig má bera fram með hrísgrjónum eða brauði.

 

“Lambalæri á franska vísu”

fyrir ca 6 manns

1 lambalæri

4 hvítlauksrif

2 msk ólífuolía

1 tsk rósmarín

Salt

Pipar

12 meðalstórar kartöflur

8 gulrætur

4 laukar

1 msk ólífuolía

Snyrtið lærið. Sneiðið hvítlauksrifin í litla báta, skerið litlar raufar í kjötið beggja vegna á lærinu og stingið hvítlauknum í raufarnar. Penslið kjötið með einni matskeið af olíu, rósmaríni, salti og pipar. Setjið lærið í stórt, ofnfast fat eða steikarpott og steikið við 180°C í 30 mínútur – eða eftir smekk. Skerið kartöflur til helminga eða í stóra báta, gulrætur í lengjur og lauka í báta. Veltið grænmetinu upp úr einni matskeið af olíu með salti og pipar og látið kartöflur og grænmeti umhverfis kjötið. Setjið lok eða álpappír yfir og steikið í u.þ.b. eina klukkustund eða þar til rétturinn er hæfilega steiktur. Þeir sem vilja skorpu á grænmetið og kjötið geta tekið lokið af síðustu mínúturnar og stillt á glóðarsteikingu.

 

Humar

fyrir ca 6-8 manns

2 kg humar

4 hvítlauksgeirar

200 gr smjör

Steinselja

1 sítróna

1 lime

1 poki klettasalat

1 mangó

Ólífuolía

Ég hreinsa humarinn þannig að ég klippi skelina, tek svo görnina úr og set kjötið ofan á skelina – og raða svo humrinum ofan á álpappír í ofnskúffu.

Síðan bræði ég 100 grömm af smjöri í litlum potti og pressa hvítlaukinn út í sem og smátt saxaðri steinselju. Ég pensla svo humarinn með smjörinu og leyfi honum að standa í einhvern tíma – fer allt eftir því hversu mikinn tíma ég hef. Mér finnst best að grilla humarinn í ofni og stilli ofninn því bara á hæsta hita á grillinu. Og set humarinn inn í þegar ofninn er tilbúinn. Mér finnst erfitt að segja til um tíma þar sem humarinn getur verið misstór og ofnarnir eru auðvitað mjög misjafnir – best er að fylgjast bara algjörlega með honum og passa að taka hann út áður en hann ofeldast – en við erum oftast að tala um örfáar mínútur.

Á meðan humarinn er að grillast bræði ég aftur 100 grömm af smjöri í sama potti og áðan og get því notað hvítlaukinn sem eftir er í pottinum. Þetta smjör set ég í skál á borðið og þá getur fólk fengið sér meira smjör ef það vill – t.d. mjög gott að setja það ofan á brauðið. Í þetta skiptið var ég með Veronabrauð og mér finnst það passa mjög vel með þessum rétti. Ég sker það niður í sneiðar, raða þeim á ofnplötu og grilla það í ofninum um leið og humarinn.

Þegar humarinn er tilbúinn set ég hann á fallegt fat, strái ferskri steinselju yfir hann og set sítrónu – og limebáta á fatið og þá geta þeir sem vilja fengið sér og kreist yfir humarinn.

Þar sem humarinn er svo rosalega góður finnst mér best að hafa bara mjög einfalt salat með honum og í þetta skiptið var það klettasalat, mangó og smá ólífuolía – en það má auðvitað hafa hvaða salat sem er.

OREO-OSTAKAKA

1 pakki Royal-vanillubúðingur
1 bolli mjólk
1 tsk. vanilludropar
1 peli rjómi
200 g rjómaostur
1 bolli flórsykur
24 Oreo-kexkökur

Hrærið saman Royal-vanillubúðingnum, mjólkinni og vanilludropunum. Setjið í ísskáp í um það bil fimm mínútur. Hrærið saman flórsykur og rjómaost. Þeytið rjómann og blandið svo bæði flórsykursblöndunni og búðingnum saman við svo úr verði ljóst mauk. Myljið svo Oreo-kexkökurnar í fínt duft, til dæmis í blandara. Skiptist svo á að setja í form kexduftið og ljósa maukið. Endið á kökumylsnu. Setjið ostakökuna í frysti og takið út um það bil einum og hálfum tíma áður en hún er borin fram.

Guðdómlega súkkulaðisælan hennar mömmu

½ bolli sterkt kaffi (uppáhellt)

200 gr púðursykur (mamma hefur 180 gr)

200 gr sykur (mamma hefur 180 gr)

350 gr smjör

300 gr suðusúkkulaði

100 gr ljóst súkkulaði

5 stór egg (eða 6 lítil)

Kaffi sett í pott og sykrinum bætt út í. Látið suðuna koma upp. Takið af hellunni og bætið smjöri og súkkulaðinu, í bitum, saman við sykurblönduna. Má ekki sjóða eftir að súkkulaðið og smjörið er komið saman við. Hrærið vel í blöndunni. Eggin eru hrærð saman, þeim bætt út í blönduna og allt hrært vel saman. Stórt lausbotna klemmuform er smurt vel. Blöndunni hellt í formið. Gott er að klæða mótið að utan með álpappír svo að blandan leki ekki á milli botns og forms meðan kakan bakast. Kakan er sett í 180°C heitan ofn og bökuð í 60 mínútur. Kakan er kæld (jafnvel sett í frysti) í 3-4 klst., áður en hún er borin fram. Með þessari köku er gott að bera fram fersk ber og þeyttan rjóma eða ís.

Sjáumst á páskaballi á hótelinu!

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744