Fiskur kryddskyrssu a la Anna Mara.

“ennan rtt rakst g fyrir nokkru og hann er mjg einfaldur og fljtlegur. Gott agerahann egar maur hefur ekki mikinn tma eldamennsku en

Fiskur kryddskyrssu a la Anna Mara.
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 725 - Athugasemdir (0)

Anna Mara rardttir.
Anna Mara rardttir.

“Þennan rétt rakst ég á fyrir nokkru og hann er mjög einfaldur og fljótlegur. Gott aðgerahann þegar maður hefur ekki mikinn tíma í eldamennsku en vill eitthvað hollt oggott” segir Anna María Þórðardóttir sem sendi uppskrift í Gott í gogginn að þessu sinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fiskur í kryddskyrsósu með curry paste!

 

2 msk smjör eða olía

 800 gr. fiskur (getur verið annað hvort ýsa eða þorskur)

1 tsk salt

1/2 tsk. fín malaður svartur pipar

2 msk. sítrónusafi

 1 blaðlaukur, smátt saxaður

 4 msk. majónes

200 gr. skyr

3 tsk. curry paste (ég nota alltaf rautt og set alltaf bara slatta, mæli ekki)

Hitið ofninn í 180°C.

Smyrjið eldfastmót með smjöri eða olíu.

Raðið fiski í mótið og kryddið með salti og pipar, setjið svo sítrónusafann yfir.

Dreifið blaðlauknum yfir fiskinn. Hrærið saman majónesinu, skyrinu og curry paste ogsmyrjið yfir fiskinn.

Þetta er svo bakað í 20 mín og borið fram með hrísgrjónum (einnig er gott að hafa hvítlauksbrauð en ekki nauðsynlegt). Hægt er að bæta t.d. paríku í réttinn enn það er smekksatriði.

Ég vil svo að lokum skora á Þórhildi Jónsdóttur á að koma með næstu uppskrift!

Anna María Þórðardóttir

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744