Fashion with flavor; matur og tska Fosshtel Hsavk

a er svo margt um a vera hr Hsavk og ngrenni a a er erfitt a komast yfir allt sem manni langar til a gera. grkveldi langai mig til

Fashion with flavor; matur og tska Fosshtel Hsavk
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 746 - Athugasemdir (0)

Tsku - og matarupplifun  Hsavk
Tsku - og matarupplifun Hsavk
Það er svo margt um að vera hér á Húsavík og í nágrenni að það er erfitt að komast yfir allt sem manni langar til að gera. Í gærkveldi langaði mig til dæmis mjög mikið á Sölku þar sem í boði var austurlenskur matseðill og ferðakynning frá ferðaskrifstofunni Óríental, en komst því miður ekki. Í síðustu viku voru Skálmaldartónleikarnir og heyrist mér að þeir sem fóru hafi sjaldan séð og hvað þá heyrt betri tónleika. Ég komst ekki heldur á þá og verð eiginlega líka að viðurkenna að þetta er kannski ekki alveg minn tebolli, en það hefði nú samt örugglega verið gaman að sjá þá hér í heimabyggð. Ég á enn eftir að fara á leikritið og ég vona að sýningarnar í Safnahúsinu séu enn í gangi því ekki er ég búin að sjá þær. Já, við getum ekki kvartað undan leiðindum hér í Norðurþingi, svo mikið er víst.

Ég reyndar skrepp stundum líka inn á Akureyri, þar sem ég á systur, systurdóttur og góðar vinkonur, og ég bara verð að nefna hvað ég er ánægð með nýja menningarhús þeirra Akureyringa, Hof. Það er bara snilld að fara á tónleika þarna og geta látið fara vel um sig í góðum sætum á meðan og notið tónlistarinnar í fullkomnum hljómburði. Og fyrst ég er nú komin á þessar nóturnar þá verð ég líka að nefna Græna hattinn. Þvílíkt og annað eins úrval af tónleikum, það liggur við að ég flytji inneftir bara fyrir Græna hattinn. Á föstudaginn síðasta fórum við nokkrar saman á uppáhaldið okkar, hina færeysku Eivöru, og hún klikkaði ekkert frekar en fyrri daginn og var stórkostleg. Algjör snilld. Ég verð líka að segja ykkur að þann 20. apríl verða tónleikar með hinni stórgóðu hljómsveit Valdimar og mun ég verð fyrst til að kaupa mér miða.

Um þarnæstu helgi verður spennandi viðburður haldinn hér Húsavík en þar mun Húsvíkingum og nærsveitamönnum, og öðrum sem þess óska, gefast kostur á að sjá íslenska hönnun í sínu fínasta pússi.

Það er sýningin Fashion with Flavor; tísku- og matar upplifun sem verður á Fosshótel Húsavík laugardagskvöldið 19. mars.  Í sýningunni er íslenskt hráefni tvinnað saman í hönnun, handverki, matarlist, tónlist og tísku frá fyrirtækjunum Arfleifð, Sign, Amazing Creature og hinni húsvísku Ískeldu.

Hugmyndin að Fashion with Flavor er komin frá Ágústu Margréti, hönnuði og handverkskonu Arfleifðar á Djúpavogi, um fullnýtingu á hráefninu sem hún notar í fatnað og fylgihluti. Inn í tískusýninguna tvinnast svo skartgripir frá Sign í Hafnarfirði, en þær vörur eru innblásnar frá íslensku náttúrunni, og tengingin við menningu og sögu er greinileg líkt og í vörum Arfleifðar. Tónlistarmaðurinn Siggi Palli, sem kemur fram undir nafninu Amazing Creature, hefur sett saman tónlistardagskrá sem fellur fullkomlega að hverjum rétti og sýningu. Því má segja að þetta sé margföld sýning og upplifun fyrir augu, eyru og ekki síst bragðlaukana.

"Hráefnið sem ég nota í mínar vörur eru þorskur, lax, karfi og hlýri, lambaleður, hreindýraleður,  hreindýrshorn og ull. Settur hefur verið saman matseðill með þessum sömu tegundum og munu gestir geta notið þess að borða góðan mat á meðan þeir horfa á tískusýningu þar sem verða vörur sem unnar eru úr sama hráefni," segir Ágústa Margrét, sem hlakkar mikið til að koma og sýna okkur Húsvíkingum vörur sínar.

Á sex rétta matseðlinum sem boðið verður upp á þetta kvöld má sem sagt meðal annars finna lax með engiferi, léttsteiktan saltfisk með grilluðum kokteiltómötum, grillaðan hlýra, bláberjagrafinn lambahryggvöðva, eldsteiktan innanlærisvöðva af hreindýri og gómsætan eftirrétt. Umm, ég fæ alveg vatn í munninn!



Myndirnar eru stolnar af Facebooksíðu Fashion with Flavor - með leyfi Ágústu Margrétar.


Nánari upplýsingar um þennan viðburð má sjá á síðu Fashion with Flavor á Facebook.


Í næstu viku mun ég verða með spennandi pistil frá þeim fagra bæ Stykkishólmi
og hlakka ég til að deila honum með ykkur.




  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744