Engiferspa

g tla n bara a byrja v a ska minni kru vinkonu Soffu Helgadttur innilega til hamingju me afmli dag og megi lukkan elta hana um komna

Engiferspa
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 700 - Athugasemdir (0)

Ég ætla nú bara að byrja á því að óska minni kæru vinkonu Soffíu Helgadóttur innilega til hamingju með afmælið í dag og megi lukkan elta hana um ókomna tíð! Ég ætti að sjálfsögðu að vera með einhvern gourmet pistil í tilefni þessa merkisdags en það er nú því miður ekki svo. Nú er það bara hollustan nefnilega.

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift sem er í bók sem ég fékk nýlega en hún heitir Lífsfylling og er gefin út af Styrktarfélaginu Líf og mæli ég að sjálfsögðu með að þið nælið ykkur í eintak og styrkið í leiðinni gott málefni. Ég er ekki búin að prófa þessa uppskrift en hún er rosalega girnileg og ég hlakka til að smakka hana fljótlega.

Engifersúpa - Lífsfylling, bls. 19

4 bollar sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
3 1/2 bolli kjúklingakjöt í bitum
1 msk. engiferrót, söxuð
175 ml rjómi, þeyttur (spurning hvort það megi sleppa honum ef maður er að missa sig í hollustunni)
1/4 bolli sítrónusafi
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
1/4 bolli möndlur, ristaðar og muldar
1/4 bolli ferskur kóríander

Hitið kartöflur, kjúklingabita og engiferrót upp í suðu í stórri pönnu. Lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur, eða þar til karöflurnar eru orðnar meirar.

Setjið þetta í matvinnsluvél og malið þangað ti það er orðið að mjúkri leðju. Hellið þessu svo aftur á pönnuna og hafið vægan hita undir henni. Pískið rjóma, sítrónusafa, salti og pipar saman við og látið hitna vel. Ausið í skálar eða á diska og sáldrið möndlum og kóríander yfir.

Bragðbæta má súpuna enn frekar með 1 msk. af soðinni smárækju, humri eða hörpudiski á hvern disk.

Verði ykkur að góðu!

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744