Dsamlegt geitaostasalat

J, er upphalds mnuurinn minn runninn upp og meira a segja hlfnaur og a er bara svona blessu blan hj okkur. dag g afmli og n ess a

Dsamlegt geitaostasalat
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 995 - Athugasemdir (1)

Fkk essa  afmlisgjf fr yndislegri vinkonu
Fkk essa afmlisgjf fr yndislegri vinkonu

Já, þá er uppáhalds mánuðurinn minn runninn upp og meira að segja hálfnaður og það er bara svona blessuð blíðan hjá okkur. Í dag á ég afmæli og án þess að segja hversu marga svona daga ég hef upplifað þá verð ég bara að segja að í minningunni var glampandi sól og sæla á þeim öllum með tölu - en það verður örugglega eins með daginn í dag síðar meir. Því sama hvernig veðrið svo sem er þá er maður bara lukkunnar pamfíll með sól í hjarta að búa í svona fallegum fæ með góða vini og vandamenn nær og fjær.

 

Ég fékk margar fallegar gjafir í dag og þar á meðal bók sem ég var búin að óska mér en hún heitir "Heilsuréttir fjölskyldunnar - leiðir að hollara mataræði og heilbrigðari lífsstíl". Hún er eftir Berglindi Sigmarsdóttur og er nýlega komin út. Þetta er alveg ótrúlega flott bók og langar mig að deila með ykkur einni uppskrift úr henni sem ég hlakka til að prófa og er hún á blaðsíðu 92 í bókinni. Flott sem forréttur en getur líka staðið sem aðalréttur.

Dásamlegt geitaostasalat

Fyrir 2

400 gr ferskt salat

1 grænt epli

1 pera, vel þroskuð

120 gr geitaostur (verður að vera rúlla)

2 sneiðar af heilhveiti – eða speltsamlokubrauði, skerið skorpuna af

1 msk jómfrúarólífuolía

80 gr valhnetur, saxaðar gróft

4 msk lífrænt hlynsýróp, eða eftir smekk (maple sýróp)

Hitið ofninn í 160°. Skolið salatið og ávextina, skerið epli og perur í teninga og blandið saman. Hitið pönnu á meðalháan hita og setjið olíu á pönnuna. Þegar olían er farin að hitna leggið þá brauðsneiðarnar í olíuna og ristið þannig brauðið. Fylgist vel með og þegar brauðið er vel gullið snúið því þá við og ristið hina hliðina. Takið síðan brauðin af pönnunni og leggið á bökunarplötu. Skerið geitaostinn í tvennt. Skiptið á brauðsneiðarnar svo að um 60 gr séu á hvorri sneið og setjið plötuna í miðjan ofninn. Síðan er bara að fylgjast vel með í um 5 mínútur eða þegar osturinn er farinn að bráðna og orðinn vel heitur. Takið þá plötuna út. Setjið salat í tvær skálar, leggið brauðið ofan á, sáldrið söxuðum hnetum yfir og hellið hlynsírópi yfir allt saman.

Eruð þið ekki örugglega búin að fara til Helgu Bjargar og kaupa ykkur eitthvað gotterí hjá henni?

Hún er með allskonar sultur, krydd, olíur og fleira sem gaman er að gefa sjálfum sér eða öðrum :)


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744