Bleikja og byggott

Miki er bi a vera dsamlegt veur og gott a vera til Hsavk sustu vikur, eins og alltaf svo sem, og rosalega er gott a eiga allt sumari svona

Bleikja og byggott
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 537 - Athugasemdir (0)

Mikið er búið að vera dásamlegt veður og gott að vera til á Húsavík síðustu vikur, eins og alltaf svo sem, og rosalega er gott að eiga allt sumarið svona rétt handan við hornið. Ég var farin að sjá fyrir mér sumargrillpistil fyrir daginn í dag, en það var í gær. Ég veit vel að það má grilla í hvaða veðri sem er en ég ákvað að hafa uppskrift dagsins samt þannig að þið getið ráðið því hvort þið grillið hráefnið eður ei.


Við á Fosshótel Húsavík ætlum að starta ferðamannasumrinu okkar með því að bjóða ykkur öllum að koma til okkar í morgunverð núna á sunnudaginn næsta, 8. maí, milli klukkan átta og ellefu. Einnig mæli ég með að þið takið allan daginn frá því það er svo sannarlega spennandi sunnudagur framundan hér á elsku Húsavíkinni okkar. Nánari upplýsingar verða í Skránni á fimmtudaginn næsta.

En hér kemur uppskriftin sem að þessu sinni, sem og svo oft áður, er tekin upp úr því snilldarblaði Gestgjafanum:

BYGGOTTO MEÐ STEIKTRI BLEIKJU - Gestgjafinn, 3. tbl. 2011, bls. 23

fyrir fjóra

13-14 dl vatn og fiski – eða grænmetiskraftur

50 g smjör

2-3 skalotlaukar, saxaðir

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

3 ½ dl bygg

1 dl hvítvín, má gjarnan nota matarhvítvín eða sleppa og nota vatn og sítrónusafa blandað saman

1 msk sítrónubörkur, rifinn

2 dl rifinn parmesanostur, u.þ.b. 100 g

3-4 bleikjuflök

2 msk olía

Salt og pipar

2 steinseljurætur, saxaðar í teninga

Setjið vatn og fiskikraft í pott og sjóðið saman. Bræðið smjör í potti og steikið lauk og hvítlauk þar til hann fer að verða glær. Bætið byggi út í og steikið í 1-2 mín. Eða þar til grjónin eru búin að draga svolitla fitu í sig. Hellið hvítvíni út í og sjóðið í 1-2 mín. Eða þar til vökvinn er að mestu gufaður upp. Bætið fiskisoðinu út í smátt og smátt, í einni ausu í einu, og látið byggið draga í sig soðið smám saman. Haldið góðum hita á þessu allan tímann en gætið þess að hafa hann samt ekki of háan. Það tekur u.þ.b. 20 mín. Að elda byggið, hrærið í öðru hvoru. Útbúið sósuna á meðan. Steikið steinseljurætur í svolítilli olíu og geymið. Bætið sítrónuberki og parmesanosti út í byggið þegar það er soðið og haldið því heitu. Beinhreinsið bleikju með töng eða plokkara og skerið flökin í 2-3 cm bita. Hitið olíu á pönnu og steikið bleikjuna með roðið niður fyrst. Steikið hana nær allan tímann á roðhliðinni þá verður roðið stökkt, kryddið með salti og pipar. Snúið bleikjunni við og steikið í smástund á hinni hliðinni. Já eða bara grillið úti á grilli ef ykkur sýnist svo. Setjið byggotto á diska, dreifið sósunni og steinseljurótarbitum í kring og raðið bleikjunni ofan á. Það er gott að hafa sítrónusneið með.

Sósa

2 eggjarauður

1 msk hvítvínsedik

Svolítið salt

100 g smjör, brætt

Hnefafylli klettakál, maukað í matvinnsluvél

Sítrónusafi

Hrærið eggjarauður og vínedik saman yfir vatnsbaði við vægan hita þar til blandan fer að þykkna. Bætið smjöri út í smám saman, gætið þess að hitinn sé ekki of mikill. Bætið klettakáli í sósuna og smakkið til með sítrónusafa.

Verði ykkur að góðu!


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744