Bleikja me fetaosti og engiferStra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 973 - Athugasemdir (0)
Ég hef alls ekki slegið slöku við í matargeiranum síðustu vikur þrátt fyrir kuldatíð og almenn leiðinlegheit svona veðurfarslega séð. Ég er til dæmis búin að fara og prófa frábærlega góða fiskisúpu í Naustinu, borða humar á hótelinu, endurnýja kynnin við Fish&Chips og svo ég tali nú ekki um uppáhaldsstaðinn minn; Gentle Café þar sem allt er gott og útsýnið það besta í bænum. Hér er mynd þaðan sem er greinilega ekki tekin sumarið 2011 þar sem það er sól á myndinni!
Mér finnst bleikja mjög góð og rakst á þessa einföldu uppskrift einhversstaðar, ég man ekkert hvar, og fannst hún líta vel út fyrir grillið. Ég hef enn ekki prófað hana en hún er alveg ótrúlega girnileg, allavegana ef maður er fyrir feta og engifer og það er ég svo sannarlega. Það er hægt að gera hana hvort sem er í ofni eða á grilli. Ef á að grilla bleikjuna eru flökin sett í böggul úr álpappír en í ofnfast fat ef elda á fiskinn í ofni.
Innihald
- 4 bleikjuflök
- 1 dós Fetaostur í kryddlegi
- 1 dós sýrður rjómi 18%
- 4 sm engiferrót, rifin
- 5 hvítlauksgeirar, rifnir
- Cayennepipar
- Paprikukrydd
Aðferð
- Setjið flökin á fat. Saltið og kryddið með Cayennepipar og paprikukryddi. Blandið engifer og hvítlauk saman og dreifið yfir flökin. Dreifið festaostinum yfir flökin ásamt um 2-3 matskeiðum af kryddolíunni. Smyrjið loks sýrða rjómanum yfir.
- Setjið í ofn eða lokið með álpappír og setjið á grill. Eldið í 15-20 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og myndað sósu með sýrða rjómanum.
- Berið fram með til dæmis hrísgrjónum eða byggi og fersku salati.

Vonandi fáum við aftur gott veður einhverntímann!
innilega til hamingju með afmælið á morgun
-og hlakka mikið til að fá eitthvað gott að borða hjá honum!