Umfjöllun: Svart/hvítur sigur á Húsavíkurvelli

Völsungar fengu stúlkurnar úr Vesturbć í heimsókn á Húsavíkurvöll fyrr í dag. Leikiđ var á sjálfan sjómannadaginn og fengu Völsungsstúlkur snefil af ţví

Umfjöllun: Svart/hvítur sigur á Húsavíkurvelli
Íţróttir - Elís Orri Guđbjartsson - Lestrar 990 - Athugasemdir ()

Frá Húsavíkurvelli í dag
Frá Húsavíkurvelli í dag

Önnur umferđ 1.deildar kvenna í B-riđli fór fram í dag en Völsungar fengu stúlkurnar úr Vesturbć í heimsókn á Húsavíkurvöll fyrr í dag. Leikiđ var á sjálfan sjómannadaginn og fengu Völsungsstúlkur snefil af ţví hve erfitt ţađ er ađ vera á sjó ţví róđurinn var ţungur allt frá fyrstu mínútu.

Völsungar unnu sinn fyrsta leik sannfćrandi 9-0 og var ţví ekki hćgt ađ reikna međ öđru en ađ ţćr kćmu bjartsýnar og fullar af sjálfstrausti í leikinn en ţađ var ekki ađ sjá. Alltof mikil virđing var borin fyrir KR-ingum og ţó ţćr hafi spilađ í Pepsi deildinni í fyrra ţá eru ţćr ekkert sterkari en viđ. Sérstaklega ekki í Gryfjunni, Húsavíkurvellinum sjálfum.


Byrjunarliđ Völsungs: Anna Jónína Valgeirsdóttir, Anna Halldóra Ágústsdóttir, Elva Mary Baldursdóttir (Berglind Ósk Kristjánsdóttir ’52), Ásrún Ósk Einarsdóttir (Elma Rún Ţráinsdóttir ’66), Dagbjört Ingvarsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir (f) (Ruth Ragnarsdóttir ’46), Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Helga Björk Heiđarsdóttir (Brynja Matthildur Brynjarsdóttir ’81), Helena Rós Ţórólfsdóttir, Laufey Elísa Hlynsdóttir.

Gult spjald: Berglind Ósk Kristjánsdóttir.



Leikurinn í dag hófst af miklum krafti og bćđi liđ stađráđin í ađ sigra. Ţó virtust KR-ingar hafa betri undirtök í leiknum og eftir um tíu mínútna leik leit fyrsta mark dagsins ljós. Ţađ var vćgast sagt stórglćslegt, skot af um 25 metrum sem sveif í vinkilinn og algjörlega óverjandi fyrir Önnu í markinu.

2

Undirritađur var áhyggjufullur um ađ nú myndu KR-ingar láta kné fylgja kviđi en ţess í stađ skoruđu Völsungar og jöfnuđu leikinn. Var ţar ađ verki Helena Rós en hún fylgdi eftir skoti Laufeyjar Elísu og jafnađi leikinn. Eva var ekki lengi í Paradís en ađeins ţremur mínútum síđar voru KR-ingar komnar aftur yfir. Ţćr sóttu mikiđ eftir seinna markiđ og var orrahríđ ađ marki Völsunga síđustu mínútur fyrri hálfleiksins. Fimm mínútum fyrir hálfleik bćttu ţćr svo viđ ţriđja markinu.

3

Í byrjun seinni hálfleiks verđur svo Elva Mary fyrir ţví óláni ađ meiđast og í hennar stađ kemur Berglind Ósk. Eftir um klukkustundarleik bćta KR-ingar viđ tveimur mörkum međ stuttu millibili. Stađan orđin 5-1 og brekkan ansi brött. Viđ erum ţó ekki ţekktar fyrir ađ gefast upp og tveimur mínútum eftir seinna mark KR-inga fáum viđ vítaspyrnu ţegar knötturinn er handleikinn af varnarmanni gestanna í teignum. Títtnefnd Helena Rós stígur á punktinn og skorar af öryggi.

1

Leikurinn róast viđ ţetta og mikiđ miđjuhnođ einkennir bćđi liđ, allt ţangađ til ţrjár mínútur eru til leiksloka en ţá verđa einstaklingsmistök til ţess ađ sóknarmađur KR-inga stelur boltanum af afstasta varnarmanni og ein á móti markmanni rennir hún boltanum í horniđ. Dómarinn flautar leikinn af stuttu síđar og alltof stór sigur KR-inga stađreynd.

4

Ţađ var algjör óţarfi ađ fá öll ţessi mörk á sig í dag munurinn á liđunum er ekki svona gríđarlegur. Vesturbćjarstúlkum var sýnd of mikil virđing í dag og fengu ţćr leiđinlega mikinn tíma á boltann. Tveir tapleikir stađreynd eftir frábćrann fyrsta leik og kemur ekkert annađ til greina en ađ girđa sig í brók og hirđa stigin ţrjú í nćsta leik sem er gegn Suđurnesjastúlkum í Keflavík. Ljósu punktarnir eru ţeir ađ viđ eigum fullt inni og mćtum ţví dýrvitlausar í nćsta leik. Áfram Völsungur!

NIVEA-stúlka leiksins: Helena Rós Ţórólfsdóttir
nstulka
                  Olgeir Heiđar afhenti Helenu Rós verđlaunin í leikslok.


nivea


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ