Umfjöllun: Tap á Ólafsfirđi

Völsungar heimsóttu Ólafsfjörđ fyrr í kvöld í sannkallađan grannaslag í 1.deildinni. Völsungar eru fallnir en hafa enn ţau markmiđ ađ sćkja 3 stig á međan

Umfjöllun: Tap á Ólafsfirđi
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 1288 - Athugasemdir ()

Odrobéna undirbjó mark Hafţórs listavel
Odrobéna undirbjó mark Hafţórs listavel

Völsungar heimsóttu Ólafsfjörđ fyrr í kvöld í sannkallađan grannaslag í 1.deildinni. Völsungar eru fallnir en hafa enn ţau markmiđ ađ sćkja 3 stig á međan KF menn geta enn bjargađ sér frá falli og ţurftu ţví nauđsynlega á sigri ađ halda. Rennandi blautur völlur og ágćtis vindur voru ađstćđur til knattspyrnuiđkunar í dag.

Byrjunarliđ Völsungs: Snćţór Haukur Sveinbjörnsson, Sindri Ingólfsson, Péter Odrobéna, Gunnar Sigurđur Jósteinsson(Bergur Jónmundsson'75), Sigvaldi Ţór Einarsson, Jónas Halldór Friđriksson(Pétur Ásbjörn Sćmundsson'70), Guđmundur Óli Steingrímsson, Halldór Geir Heiđarsson, Hafţór Mar Ađalgeirsson, Hrannar Björn Steingrímsson (f) og Ásgeir Sigurgeirsson(Rafnar Smárason'75). 

Ónotađir varamenn: Heimir Pálsson, Halldór Kárason, Eyţór Traustason og Ađalsteinn Jóhann Friđriksson.

 

Fréttaritari og föruneyti voru ekki nćgilega tímanlega í ţví og komu á vallarsvćđiđ ţegar um korter var liđiđ af leik. Eftir ađ bílnum var lagt var ţađ fyrsta sem menn sáu ađ framherji KF komst í gegn en Snćţór varđi frábćrlega í horn. Upp úr horninu kom svo fyrsta mark leiksins en horniđ var tekiđ stutt ţar sem enginn elti manninn út ađ hornfána, fyrirgjöf og klafs í teig ţar sem boltinn hentist á milli manna áđur en Milos Glogovac kom honum í netiđ. 1-0 fyrir KF og vandrćđagangur í vörninni viđ ađ koma boltanum burt.

Vörnin var gríđarlega lek fyrstu mínúturnar eftir markiđ og Snćţór Haukur gjörsamlega bjargađi ţví ađ forskotiđ var ađeins eitt mark en hann varđi í fjórgang ţar sem framherji var kominn einn gegn honum. 

 

Framan af var sóknarleikur okkar ekki nógu beittur og sendingar framarlega á vellinum gengu ekki nćgilega vel upp. 

Á 44.mínútu stórbatnađi ţó stađa okkar en Odrobéna tók ţá á rás upp völlinn međ boltann, lék á menn á svo flottan hátt ađ menn stóđu bara og góndu á - áđur en hann renndi boltanum milli miđvarđar og bakvarđar í hlaupalínu Hafţórs Mar sem nikkađi boltanum áfram og ţrumađi honum svo í gegnum klof Björns Hákons í marki KF og í markiđ. 1-1 og gott ađ fá mark fyrir hálfleikinn.

KF byrjađi seinni hálfleikinn ađeins betur en ţversending á miđjum velli, sem virkađi hćttulítil, speglađist af Völsungi og innfyrir varnarlínuna ţar sem Ţórđur Birgisson lúrđi og kom boltanum í markiđ. 2-1 fyrir Völsunga sem mótmćltu ađeins og vildu fá rangstöđu. Fréttaritari var ekki í ađstöđu til ađ dćma um ţađ.

 

Völsungar fengu hornspyrnu stuttu síđar sem annađ hvort Guđmundur Óli eđa Hrannar Björn tók. Ţeir fóru báđir út ađ fána en ég hreinlega man ekki hvor spyrnti fyrir. Hörkubolti og Hafţór Mar reis manna hćst og skallađi boltann í ţverslánna og niđur áđur en varnarmenn komu boltanum frá. Völsungum efldist móđur og manni fannst sem ţeir vćru líklegri til ađ jafna leikinn en hitt. 

Ţá varđ slys. Klafs um boltann viđ vítateigslínuna og frá mér séđ virkađi sem um hreina, og hreint vandrćđalega, dýfu sóknarmanns vćri ađ dćma en víti var dćmt á Sindra Ingólfs. Afar strangur dómur úr stćđinu sem ađ fréttaritari var í - eftir ađ hafa rifiđ stólinn burt. Nenad Zivanovic fór á punktinn og setti Snćţór í öfugt horn, 3-1 fyrir KF.

Völsungar héldu ţó áfram ađ leita leiđa fram á viđ og eftir laglegt uppspil slapp Hafţór Mar í gegn en Björn Hákon varđi fast skot hans frábćrlega. Sannkallađ dauđafćri en Bjössakon sá viđ Haffa. 

Í annađ skipti var laglegt uppspil hjá Sigvalda, Guđmundi og Bergi sem endađi međ ađ Bergur renndi boltanum út í teig á Rafnar Smára sem kom sér í ágćtis stöđu en fast skot hans rétt framhjá og endađi í hliđarnetinu.

 

Völsungar spiluđu boltanum mikiđ og vel á milli sín síđustu 20 mínútur leiksins en tókst ekki ađ skapa sér frekari hćttu og enn eitt tapiđ ţví stađreynd.

Snćţór Haukur átti mjög flottan leik í markinu og gat lítiđ gert í ţeim mörkum er hann fékk á sig. Hann kom ţó í veg fyrir mörg önnur. Sigvaldi og Sindri komust mikiđ betur í takt viđ leikinn í seinni hálfleik og liđiđ spilađi boltanum töluvert betur eftir ađ Guđmundur Óli fćrđist niđur í miđvörđinn. Hafţór var okkar hćttulegasti mađur fram á viđ en allt kom fyrir ekki. Liđiđ leit töluvert betur út í seinni hálfleik ţótt hann hafi tapast 0-2 en sá fyrri endađ 1-1. Ţađ er erfitt ađ finna skýringar á öllu.

 

En ţađ er ţá bara nćsti leikur. KA á heimavelli nćsta fimmtudag, nú veeeerđa menn bara ađ rífa sig upp og fara ađ sćkja sig. Allt telur á ţessum síđustu og verstu. Viđ viljum sjá alla í brekkunni á fimmtudag, ÁFRAM VÖLSUNGUR!


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ