Bakaradrengirnir smdu vi Vlsung.

Knattspyrnubrurnir Sveinbjrn Mr, Hallgrmur Mar og Hrannar Bjrn Steingrmssynir hafa skrifa undir tveggja ra samninga vi Vlsung. etta eru

Bakaradrengirnir smdu vi Vlsung.
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 2027 - Athugasemdir ()

Knattspyrnubræðurnir Sveinbjörn Már, Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir hafa skrifað undir tveggja ára samninga við Völsung. Þetta eru gleðitíðindi fyrir félagið og knattspyrnuáhugamenn en Hrannar Björn var markahæstur í sumar með átta mörk og Hallgrímur kom inn síðla sumars með tvö mörk að ótöldum fjölda stoðsendinga þeirra bræðra. Sveinbjörn Már átti glimrandi byrjun en sökum meiðsla spilaði hann ekkert frá því um miðjan júlí.

 

,,Þetta er alveg magnað. Frábærar fréttir fyrir okkur og við vonumst til þess að fleiri fylgi fordæmi þeirra bræðra og skrifi undir á komandi dögum og vikum. Framtíðin er björt hjá okkur og þetta eru ánægjulegar fréttir fyrir uppbygginguna hérna hjá okkur,"sagði Sveinn Aðalsteinsson, stjórnarmaður Völsungs í samtali við Ingvar Björn ritstjóra Völsungssíðunnar.

,,Ég skrifaði undir því ég vil gera betur á öllum sviðum á næsta ári. Fleiri mörk, fleiri stoðsendingar, fleiri sigrar og enda ofar. Það stefnir maður á og ég hef trú á því að við getum það," sagði Hrannar Björn eftir undirskriftina en gaman er að heyra hversu mikill metnaður og vilji er hjá mönnum í að gera betur næst.

 

 

Heimild: www.123.is/volsungur

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr