Dagur sem aldrei mun gleymastÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 2634 - Athugasemdir ( )
Í gær fór fram leikur HK og Völsungs á Kópavogsvelli en þessi dagur mun lifa í huga og hjörtum allra Völsunga og
Húsvíkinga til æviloka. Með öllu ólýsanlegur lífsins kraftur, kærleikur, samstaða og styrkur allra sem þarna voru komin en
þessi stund var tilveru sigur sem aldrei mun gleymast. Samheldnin og orkan vafði sig utan um svæðið sem fegurð í sinni tærustu mynd.
Strákarnir, leikmenn Völsungs mættu út á völl og stóðu sig eins og hetjur allir sem einn en stundum falla úrslitin ekki réttu megin
þrátt fyrir að hafa verið betri aðilinn í leiknum. Leikar fóru ekki eins og vonast var eftir en það skipti engu máli í lok dags. Við
sendum allar okkar þakkir til þeirra sem að mættu á Spot í stuðningsmannahittingin sem og Völsunga er á völlinn komu. Þið voruð
stórkostleg og nærvera ykkar gaf okkur mikið.
Þeir bræður Hrannar Björn Steingrímsson fyrirliði og Sveinbjörn Már Steingrímsson sýndu hjarta og styrk sem engin orð fá
lýst en þeir voru líkt og alheimsleiðtogar mættir á það svið þar sem þeim líður hvað best, að sýna okkur hinum
eitthvað mjög sérstakt og óútskýranlegt. Maður stóð þarna á Kópavogsvelli og horfði yfir völlinn, fólkið,
liðið, varamannabekkinn og þá bræður sem gerðu mig að stoltasta vini veraldar.
Að þessu sinni mun ég ekki skrifa umfjöllun um leikinn né birta viðtöl frá okkur en hér fyrir neðan má sjá myndir frá
leiknum sem Brandur Jónsson tók, viðtal við Dragan hjá fotbolti.net eftir leikinn sem og myndband með helstu svipmyndum frá leiknum sem HK-ingar birtu á
heimasíðu sinni í dag.
- Dragan í viðtali hjá fotbolti.net eftir HK leikinn
- HK 1-0 Völsungur (Myndband)
Verkefnið er enn í okkar höndum og með sigri gegn Njarðvík í síðustu umferðinni næsta laugardag getur Völsungur tryggt sér
titilinn í 2.deild 2012. Það er ljóst hvað þarf að gera og við vitum það öll að verkefnið verður klárað eftirminnilega
um næstu helgi og við skulum gera það öll saman. Stuðningurinn á þessu stigi er ómetanlegur og sjaldan verið eins mikilvægur svo
sýnum það í verki og mætum á völlinn, gerum þessa stund ógleymanlega fyrir sögu Völsungs, fyrir sögu bæjarfélagsins,
fyrir öll Völsungshjörtu heimsins og alla þá sem hingað eiga rætur að rekja.
Kærleikur,
Rafnar Orri
Athugasemdir