Sá gamli grćni: Sigţór Júlíusson

Sigţór Júlíusson er Sá gamli grćni ađ ţessu sinni en hér má lesa grein sem ađ birtist í sjötta tölublađinu af Völsaleikskránni en henni var dreift í hús

Sá gamli grćni: Sigţór Júlíusson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 910 - Athugasemdir ()

Sigţór Júlíusson
Sigţór Júlíusson

Sigþór Júlíusson er Sá gamli græni að þessu sinni en hér má lesa grein sem að birtist í sjötta tölublaðinu af Völsaleikskránni en henni var dreift í hús fyrir síðustu helgi. Sigþór á bróðir sem að spilar með Völsungsliðinu í dag, hann Halldór Fannar en Sissi talar um litla bróðir í viðtalinu. Hér er Sissi Júll, gjörið svo vel!

Hvaða ár spilaðir þú fyrir Völsung ?

Ég spilaði með þeim upp yngri flokkana en fór til KA 1991 þá í 3 flokki en kom til baka 1993 og spilaði eitt ár með meistaraflokki Völsungs. Einnig kom ég að láni frá KR til Völsungs sumarið 2006 og spilaði sjö leiki með liðinu í 2. deild.

Eftirminnilegasti leikur fyrir félagið ?
Fyrsti leikur með litla bróðir (Halldóri Fannari) árið 2006, á móti ÍR þegar við unnum góðan sigur og ég lagði upp mark fyrir stubbinn í tilefni dagsins.

Bestu samherjar hjá Völsungi ?
Margir góðir en Danni og Halldór bróðir koma fyrst upp í hugann.

vinir

Skemmtileg saga frá þessum tíma ?
Ég fékk fyrsta og eina rauða spjaldið mitt á ferlinum í leik gegn frændum okkar á Dalvík. Ég var á hlaupum upp kantinn sjálfur með boltann þegar einn frændinn minn eltir mig, en ekki vildi betur til að hann tognaði í nára við átökin og féll niður með látum. Línu- vörðurinn frá Sauðárkróki var klár á því að ég hefði gefið honum olnbogaskot á viðkvæman stað og því ákvað dómarinn að sýna mér beint rautt fyrir vikið. Enginn á vellinum vissi fyrir hvað ég var rekinn útaf fyrir en dómarinn stóð fast á sínu þrátt fyrir að frændi minn sem tognaði sagði dómarinn satt og rétt frá hvað hefði gerst.

Hvað veistu um félagið í dag og starfsemi þess ?
Ég tel að félagið sé á réttri leið og fæ reglulega fréttir frá pabba um gang mála. Einnig er ég ánægður að vinur minn Palli Kristjáns sé kominn að rekstri félagsins.

Hvaða skoðun hefur þú á gervigrasvellinum sem nú er verið að rísa ?
Ég er mjög ánægður með það og verður vonandi til þess að Húsvíkingar haldi áfram að framleiða flotta fótboltamenn.

Hvernig sérðu framtíð félagsins fyrir þér ?
Ég held að hún sé bara björt. Það er nýr völlur að rísa og greinilega mikil og góð stemmning í kringum liðin og sérstaklega skemmtilegt framtak varðandi Græna herinn. Ég fylgist alltaf vel með gangi mála á facebook.

Lokaorð til Völsunga um heim allan ?
Áfram Völsungur

sissidori

Eldri greinar:
Sá gamli græni: Jónas Hallgrímsson (1.tbl)
Sá gamli græni: Sigmundur Hreiðarsson (2.tbl)
Sá gamli græni: Ásgeir Baldursson (3.tbl)
Sá gamli græni: Birkir Vagn Ómarsson
(4.tbl)
Sá gamli græni: Bjarni Pétursson (5.tbl)


Athugasemdir

  • Steinsteypir

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ