Sá gamli grćni: Sigmundur Hreiđarsson

Ţá er komiđ ađ nćsta höfđingja í liđnum er viđ köllum "Sá gamli grćni". Jónas Hallgríms opnađi ţetta í síđustu viku en nćstur á sviđ er meistari Simmi

Sá gamli grćni: Sigmundur Hreiđarsson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 967 - Athugasemdir ()

Sigmundur Hreiđarsson
Sigmundur Hreiđarsson

Þá er komið að næsta höfðingja í liðnum er við köllum "Sá gamli græni". Jónas Hallgríms opnaði þetta í síðustu viku en næstur á svið er meistari Simmi Hreiðars. Hann á langa sögu að baki innan Völsungshreyfingarinnar og rætt var við hann í vikunni en viðtalið hér að neðan birtist í Völsungsleikskránni sem kom út í gær. Gjörið svo vel!

Hvaða ár spilaðir þú fyrir Völsung ?
Ég spilaði minn fyrsta leik í Sandgerði 78’, við að vísu féllum og þetta var nú ekkert stórkostlegt ár. Ég hætti svo að spila 1986 árið sem að við fórum upp í úrvalsdeild.

Eftirminnilegasti leikur fyrir félagið ?
Að sjálfsögðu leikurinn hér heima á móti Selfoss þegar að við tryggðum okkur efsta sætið í deildinni og svo get ég nú ekki sleppt því að minnast á leik sem fram fór í Ólafsvík í 8-liða úrslitum bikarsins. Ég skoraði og tryggði okkur áfram í undanúrslit. Í framhaldinu spilum við svo á móti Fram hér heima og töpuðum hressilega og eins og Haraldur Haraldsson orðaði það: Þá duttum við ekki út úr bikarnum heldur var okkur hent út.

Bestu samherjar hjá Völsungi ?
Það eru óhemju margir, bæði þegar ég var að spila og svo þegar ég var aðstoðarþjálfari. Eins og þegar ég var með Guðmundi og svo þegar ég var með Ása Arnars 2004 og 2005 þá fórum við upp í 1.deild og það var líka frábært lið sem að var þá, þannig ég held að það sé mjög erfitt að fara pikka einhverja út. Ég segi nú kannski eins og Jónas Hallgríms sagði um daginn, auðvitað 86’ þegar að menn fóru upp í efstu deild, það hlýtur að telja drjúgt.

Skemmtileg saga frá þessum tíma ?
Við vorum einu sinni á leið suður í gamalli rútu og vorum komnir inn í Öxnadal og þá fór Magnús bróðir minn frammí til þess að tala við bílstjórann, við vorum búnir að vera silast áfram á 50-60km hraða og menn orðnir frekar pirraðir. Magnús spyr þennan ágæta bílstjóra sem býr enn hér í bænum hvort að það væri ekki alveg óhætt að fara í svona 80.. og bílstjórinn svaraði: Það breytir engu við erum ekkert fljótari. Þar með var það útrætt og við gátum ekki svarað þessu. Svo auðvitað ein góð af Jónasi Hallgríms. Við vorum á einni af okkar frábæru æfingum í Eyvíkurfjöru hjá Sigga Donna. Vorum allir búnir að hlaupa þangað og vera þar í þrekæfingum og vorum á hlaupum þegar að Jónas tekur strikið út í sjó. Hljóp út í sjó sá gamli og kemur svo í land með dauðan skarf og ég held að við munum allir eftir því þegar að Sigurður öskraði á hann, það hurfu bara allir fuglar af svæðinu um tíma.

Hvað veistu um félagið í dag og starfsemi þess ?
Fótboltanum fylgist maður nátturulega alltaf með og við vorum að gera samning hér hjá Norðlenska við Völsung í síðustu viku. Ég fylgist með því hvað er að gerast, bæði í leikmannamálum og svo mætir maður auðvitað á völlinn þegar kostur gefst. Þannig ég held að ég fylgist alveg ágætlega með.

Hvernig sérðu framtíð félagsins fyrir þér ?
Ég held að við munum halda áfram að framleiða fullt af góðum fótboltamönnum. Við þekkjum það auðvitað að við eigum þá algjörlega útum allt. Ég hins vegar ligg svo sem ekkert á skoðunum mínum með það að mér finnst þeir fara flestir ódýrt, hverjum það er að kenna ætla ég svo sem ekkert að fara út í sérstaklega en mér finnst algjör synd að menn labbi frá félaginu alveg í röðum því þetta eru gríðarleg verðmæti í þessum mönnum og þessi félög sem að fá þá upp í hendurnar eru ekkert of góð til þess að láta okkur hafa einhverjar krónur. Það myndi nátturulega ekkert létta reksturinn neitt lítið því ég veit að hann er gríðarlega þungur. Mér finnst þetta bara algjör synd, við getum auðvitað farið í að telja upp hverjir það eru, það er þekkt en þetta er svona knattspyrnulega séð að þetta gerir okkur erfiðara að ná árangri. Auðvitað viljum við fara upp í næstu deild, ég held að úrvalsdeild sé ekki í kortunum en það er mjög stórt skref að fara upp í næstu deild og þar finnst mér við eiga að vera. Félagið sem slíkt er og verður mikilvægur þáttur í okkar samfélagi.

Hvaða skoðun hefur þú á gervigrasvellinum sem nú er verið að rísa ?
Ég hef ákveðna skoðun á því, hann er nátturulega bráð nauðsynlegur og menn geta auðvitað alltaf deilt um tímasetningar. Við gerum okkur grein fyrir því að bæjarfélagið okkar er kannski ekki hlaðið peningum en það er eitt sem við verðum að átta okkur á og það er það að samfélagslega séð breytir þetta miklu. Við viljum búa hérna og partur af því er að íþróttaaðstaða sé góð þannig að krakkar geti æft fótbolta og að sjálfsögðu meistaraflokkur líka. Partur af því líka bara er að þegar að fólk er að leita sér að búsetu þá er þetta eitt af því sem að fólk lítur til. Þegar að menn eiga fjölskyldu og þá flytur fólk klárlega þangað þar sem aðstaðan er betri. Þetta er það sem við verðum að bjóða upp á bæði til þess að fólk forði sér minna burtu og við fáum fleiri til að koma. Það er að bjóða upp á alvöru aðstöðu og tómstundariðju, það er bara mín skoðun en auðvitað má alltaf deila um tímasetningu og það allt saman eins og hefur verið. Þetta verður alltaf umdeilt og það var sama sagan er íþróttahöllinn var byggð á sínum tíma 87’ en ég er ekkert viss um að það séu margir sem að gagnrýna það í dag. Það er samt þannig í bæjarfélaginu að það eru alltaf einhverjir sem að eru ekki hrifnir af Völsungi en svo er það nú bara þannig að þegar að menn fara að eignast börn og annað þá er Völsungur fyrsti staðurinn sem fólk vill að börnin sín séu á, það er bara svoleiðis.

Lokaorð til Völsunga um heim allan ?
Við þurfum að standa vörð um félagið okkar í heild vegna þess að þetta er einn af hornsteinum samfélagsins og án þess værum við verulega mikið fátækari og það mundu bæjarbúar finna svo sannarlega ef að þetta allt í einu dytti út. Stöndum vörð um Völsung!

simmihreiðars

Eldri greinar:
Sá gamli græni: Jónas Hallgrímsson
(1.tbl)


Athugasemdir

  • Steinsteypir

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ