Sá gamli grćni: Hermann Ađalgeirsson

Sá gamli grćni er á sínum stađ sem fyrr í Völsungsleikskránni en hún kom út í dag og í ţetta skiptiđ bjóđum viđ upp á meistara Hemma Alla en Hermann

Sá gamli grćni: Hermann Ađalgeirsson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 918 - Athugasemdir ()

Hemmi Alla
Hemmi Alla

Sá gamli græni er á sínum stað sem fyrr í Völsungsleikskránni en hún kom út í dag og í þetta skiptið bjóðum við upp á meistara Hemma Alla en Hermann Aðalgeirsson þekkja allir Völsungar og var Hemmi einn sá efnilegasti hér á árum áður. Hann spilaði með Fylki í úrvalsdeild eftir að hann yfirgaf Völsung en varð svo feitur og hætti. Hemmi reif svo fram skónna aftur 2009 og hjálpaði liðinu að komast upp úr þriðju deildinni sælla minninga.

Hvaða ár spilaðir þú fyrir Völsung ?
Ég spilaði minn fyrsta leik árið 2001 gegn Neista Hofsósi, náði þar að leggja upp mark fyrir bæði Jóa Kóng og Andra Val.  Spilaði svo með Völsung frá þeim tíma út árið 2005 og spilaði svo aftur með Völsung nokkra leiki árið 2009.

Eftirminnilegasti leikur fyrir félagið ?
Það eru nokkrir, það var gaman að vinna úrslitaleikinn í 4. flokk innanhús það var fyrsti íslandsmeistaratitilinn hjá okkur og kom okkur skemmtilega á óvart. Kepptum svo nokkrum vikum síðar á hinu fræga Laugamóti með Meistara Jónas Hallgríms í markinu. Kepptum þar við leikmenn meistaraflokks sem ætlaðu að slátra okkur guttunum enda voru við búnir að vera óþolandi montnir, skemmst er frá því að segja að við unnum sannfærandi sigur. Andri Valur (sem þá var enn með skap) var í meistaraflokksliðinu og lét hann okkur alla heyra það áður en hann strunsaði út en sá atgangur innihélt m.a. brotna hurð ásamt fjölmörgum blótsyrðum. Það var í senn bæði eftirminnilegt og virkilega gleðilegt andartak. Svo var lokaleikurinn á Akureyri gegn Þór árið 2004, frábær skemmtun þar sem stúkan var full af Húsvíkingum og við unnum 3-0 sigur.  En ætli eftirminnilegasti leikurinn sé ekki þegar við urðum Íslandsmeistar innanhús í meistaraflokk með því að vinna Val í framlengdum úrslitaleik, það var frekar góð skemmtun.      

Bestu samherjar hjá Völsungi ?
Ég var heppinn að fá að vera í sama árgang og Pálmi, Baldur, Haddi, Halli Sig og Siggi Valli. Við unnum fjölmarga tiltla og þar á meðal nokkra Íslandsmeistaratitla. Svo í meistaraflokk var alltaf sérstaklega gott að spila með Andra Val og Boban. Einnig voru Danni og Ómar seigir í því að sjá um hlaupavinnuna fyrir þá sem áttu það til að svindla smá og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það. Svo var Simmi Hreiðars frábær samherji, synd að hann sleit hásin á þeim tíma sem hann var að brjótast í byrjunarliðið. Ætli ég gæti ekki talið upp alla í liðinu frá 2003 og 2004 en það voru sérstaklega frábær ár.  Ætla samt að leyfa Pálma, Baldri og Hadda að eiga heiðurinn fyrir það að vera mínir bestu samherjar. Fyrir utan að vera topp menn og frábærir í fótbolta þá gat maður alltaf treyst á að þeir myndu stíga upp þegar mest þurfti. Synd að maður náði ekki fleirum árum í meistaraflokk með þeim. 

Skemmtileg saga frá þessum tíma ?
Jónas Hallgríms er klárlega ein skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst og tengjast því flestar sögur honum. Birkir Vagn lýsti því vel í sínu viðtali þegar Jónas sendi Jóa Kóng og Nicola upp á fjall, það var stórbrotið.  Einnig er mér minnistætt þegar Jónas stoppaði æfingu og lét Björn Hákon heyra það fyrir að vera markmaður, dimmraddaður og heita Björn, því Björn var alltof líkt orðinu burt og vissi Jónas því aldrei hvort að hann ætti að hreinsa boltann eða ekki. Jónas sagði að Björn ætti héðan í frá að heita Bjössi. Svo var það leikur gegn Stjörnunni í undanúrslitum 3 flokks. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni og vildi Jónas þá skipta um markmann. Dómarinn leyfði það hins vegar ekki. Upphófst þá „smávægilegt“ rifrildi milli dómarans og Jónasar sem endaði þannig að Jónas öskraði á Helga markmann og sagði honum að þykjast vera fótbrotinn og sagði hann svo dómaranum að hann þyrfti að skipta um markmann því okkar væri brotinn og þyrfti að komast upp á sjúkrahús.  Á einhvern óskiljanlegan hátt lét dómarinn ekki blekkjast og  flautaði leikinn af. Kom hann svo 45 mín. síðar og baðst afsökunar og sagði að hann hefði misskilið reglurnar og það hefði mátt skipta um markmann. Hafði því Jónas rétt fyrir sér líkt og alltaf áður.  Vildi dómarinn þá klára vítakeppnina,  við vorum hins vegar lagðir af stað norður aftur og því gekk það ekki.  Dómarinn toppaði hins vegar sjálfan sig þá og fór með leikmenn Stjörnurnar íklædda borgaralegum klæðum eftir sturtuferðina og lét þá taka síðasta vítið í opið mark á meðan við vorum í rútu á leið heim. Þetta reyndist sigurvítið og duttum við því úr leik.

Hvað veistu um félagið í dag og starfsemi þess ?
Ég veit nú nokkuð mikið enda þekki ég flesta leikmenn liðsins ágætlega. Hef mætt á flesta leiki liðsins á höfuðborgarsvæðinu síðan ég flutti suður auk þess sem ég kíki nú oftast á æfingar með þeim þegar ég er fyrir norðan. Var oft í góðu sambandi við Jóa sem gerði frábæra hluti með liðið þó að liðið hafi verið óheppið á síðasta tímabili. Auk þess er náttúrulega Haffi bróðir í liðinu og gaman að sjá hann vera að standa sig vel. Einnig tek ég árlegan jólamiðjubolta við unglingalandsliðsmennina Haffa og Arnþór, þeir hafa enn ekki unnið mig en ég sé fram á að ef þeir halda áfram að æfa vel að þá geti þeir náð sigri innan þriggja ára;)  

Hvaða skoðun hefur þú á gervigrasvellinum sem nú er verið að rísa ?
Þetta var algjörlega tímabært og í raun orðið nauðsynlegt. Ég held að fólk muni fljótlega finna hversu gott það er að hafa völlinn. Nú mun ferðum hjá meistaraflokk og yngri flokkum í Bogann á Akureyri fækka en þessar ferðir voru oft farnar á frekar ókristilegum tímum sólarhrings. Einnig ætti þetta að skapa meira tímapláss í íþróttahöllinni sem margar aðrar íþróttagreinar geta notið góðs af. Þetta felur svo sjálfsögðu líka í sér mun betri æfingaaðstöðu yfir allt árið sem ætti að skila sér í betri leikmönnum.

Hvernig sérðu framtíð félagsins fyrir þér ?
Ég held að framtíðin sé björt, sérstaklega með tilkomu gervigrassins. Dragan er að gera frábæra hluti með liðið og á liðið góða möguleika á að komast í 1. deild en Völsungur ætti ekki að vera spila neðar en í þeirri deild. Það eru margir góðir og efnilegir leikmenn í liðinu sem eiga að hafa næg gæði til að halda liðinu þar með aðstoð nokkurra góðra utanbæjarmanna. Svo er alltaf hellingur af efnilegum leikmönnum í yngri flokkunum hjá Völsung og vonandi skila þeir sér sem flestir upp í meistaraflokk.

Lokaorð til Völsunga um heim allan ?
Þakkir til Græna Hersins sem gerir manni kleift að fylgjast með öllum leikjum liðsins sama hvar maður er staddur í heiminum.  Og svo vona ég að Bjössi Sýslumannssonurinn muni fá að óma oft á næstu árum í klefanum!!

HA

Eldri greinar:
Sá gamli græni: Jónas Hallgrímsson (1.tbl)
Sá gamli græni: Sigmundur Hreiðarsson (2.tbl)
Sá gamli græni: Ásgeir Baldursson (3.tbl)
Sá gamli græni: Birkir Vagn Ómarsson
(4.tbl)
Sá gamli græni: Bjarni Pétursson (5.tbl)
Sá gamli græni: Sigþór Júlíusson (6.tbl)
Sá gamli græni: Hjörtur Júlíus Hjartarson (7.tbl)


Athugasemdir

  • Steinsteypir

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ